Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli.
Degi og félögum tókst þar með það sem Guðmundi Guðmundssyni og danska liðinu tókst ekki það er að vinna Argentínumenn. Þýska liðið hefur nú náð í sjö stig af átta mögulegum á mótinu.
Þjóðverjar stigu þarna stórt skref í átta að því að vinna riðilinn því síðasti leikur liðsins er á móti, Sádí-Arabíu, langlélegasti lið riðilsins.
Argentínumenn komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleiknum en voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Þjóðverjar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn.
Þrjú þýsk mörk í röð komu Þjóðverjum síðan í 25-21 þegar sex og hálf mínúta var eftir og eftir það var sigurinn nánast í höfn en á endanum munaði fimm mörkum.
Patrick Groetzki skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja og Patrick Wiencek var með sex mörk. Carsten Lichtlein var mjög góður í markinu.
Pólverjar eru einu stigi á eftir Þýskalandi eftir 19 marka sigur á Sádí-Arabíu, 32-13, en Pólverjar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik, 17-6. Kamil Syprzak skoraði tíu mörk fyrir pólska liðið og það úr aðeins ellefu skotum og ekkert þeirra úr víti.
Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
