Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 12:30 Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans eru taplausir á HM. vísir/eva björk Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Sjá meira
Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00
Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38