Jeppesen: Vil mæta Íslandi í 16-liða úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 24. janúar 2015 10:30 Jeppesen í leik með danska landsliðinu fyrir nokkrum árum. vísir/afp Lars Krogh Jeppesen, fyrrum landsliðsmaður Dana og sérfræðingur DR um HM í Katar, segir að Guðmundur hafi haft fullkominn rétt á því að skamma danska fjölmiðla á blaðamannafundi sínum í morgun. Guðmundur sagðist aldrei hafa upplifað áður að þurfa að takast á við frétt um sitt lið sem væri uppspuni frá rótum.Sjá einnig: Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli „Mér fannst þetta í lagi. Þegar fjölmiðlar grípa fréttir úr lausu lofti þá á sér stað trúnaðarbrestur,“ sagði Jeppesen við Vísi í dag. Fréttir af meintu ósátti Kasper Söndergaard við Guðmund voru fyrst birtar í dönsku dagblaði í gær en TV2 fjallaði einnig um málið stuttu síðar. „TV2 greip fréttina á lofti mjög fljótt. Það er þeirra starf að komast að því hvort hún sé rétt áður en þeir birta hana.“ „Það eru 5,5 milljónir íbúa í Danmörku og í síðasta leik voru tvær milljónir að horfa heima í stofu. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir umfjöllun fjölmiðla. Danska landsliðið er yndi dönsku þjóðarinnar og allt sem Guðmundur segir og gerir skiptir máli.“ Danska liðið hefur verið gagnrýnt fyrir sinn leik hér í Katar, ekki síst varnarleikur liðsins en mörgum þykir að bakverðir liðsins sæki út í skyttur andstæðingsins af of miklum krafti. „Við skiljum ekki alveg við þurfum að gera það gegn liðum sem ekki eru með skytturnar til að ógna að utan. Þetta hafa margir fjölmiðlar fjallað um,“ segir Jeppesen en Guðmundur þótti pirraður í tilsvörum þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrr í vikunni.Sjá einnig: Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu „Heilt yfir finnst mér að danska liðið geti spilað betur en það hefur gert. Þessi leikur gegn Rússum var mikilvægur og leikmenn sögðu eftir hann að þeir teldu sig loksins tilbúna í mótið.“ „Nú er það leikurinn gegn Póllandi sem skiptir máli og ég vona að Danir standi sig vel í honum. Við skulum svo sjá til hvort við mætum Íslandi í 16-liða úrslitunum.“ Ísland tapaði fyrir Tékklandi í gær með ellefu marka mun og þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Jeppesen segir ótrúlegt að heyra af úrslitunum úr leik Íslands í gær. „Þetta er sjokk. Svo virðist sem að íslenska liðið geti spilað mjög vel - eins og gegn Frökkum en svo afar, afar illa. Það kom mér mjög á óvart að sjá að Ísland tapaði með ellefu marka mun fyrir Tékkum.“ „Ef við vinnum Pólland þá vil ég mæta Íslandi í 16-liða úrslitunum. Það virðist sem svo að þeir hafi ekki komist á sitt eðlilega getustig hér úti.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Lars Krogh Jeppesen, fyrrum landsliðsmaður Dana og sérfræðingur DR um HM í Katar, segir að Guðmundur hafi haft fullkominn rétt á því að skamma danska fjölmiðla á blaðamannafundi sínum í morgun. Guðmundur sagðist aldrei hafa upplifað áður að þurfa að takast á við frétt um sitt lið sem væri uppspuni frá rótum.Sjá einnig: Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli „Mér fannst þetta í lagi. Þegar fjölmiðlar grípa fréttir úr lausu lofti þá á sér stað trúnaðarbrestur,“ sagði Jeppesen við Vísi í dag. Fréttir af meintu ósátti Kasper Söndergaard við Guðmund voru fyrst birtar í dönsku dagblaði í gær en TV2 fjallaði einnig um málið stuttu síðar. „TV2 greip fréttina á lofti mjög fljótt. Það er þeirra starf að komast að því hvort hún sé rétt áður en þeir birta hana.“ „Það eru 5,5 milljónir íbúa í Danmörku og í síðasta leik voru tvær milljónir að horfa heima í stofu. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir umfjöllun fjölmiðla. Danska landsliðið er yndi dönsku þjóðarinnar og allt sem Guðmundur segir og gerir skiptir máli.“ Danska liðið hefur verið gagnrýnt fyrir sinn leik hér í Katar, ekki síst varnarleikur liðsins en mörgum þykir að bakverðir liðsins sæki út í skyttur andstæðingsins af of miklum krafti. „Við skiljum ekki alveg við þurfum að gera það gegn liðum sem ekki eru með skytturnar til að ógna að utan. Þetta hafa margir fjölmiðlar fjallað um,“ segir Jeppesen en Guðmundur þótti pirraður í tilsvörum þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrr í vikunni.Sjá einnig: Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu „Heilt yfir finnst mér að danska liðið geti spilað betur en það hefur gert. Þessi leikur gegn Rússum var mikilvægur og leikmenn sögðu eftir hann að þeir teldu sig loksins tilbúna í mótið.“ „Nú er það leikurinn gegn Póllandi sem skiptir máli og ég vona að Danir standi sig vel í honum. Við skulum svo sjá til hvort við mætum Íslandi í 16-liða úrslitunum.“ Ísland tapaði fyrir Tékklandi í gær með ellefu marka mun og þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Jeppesen segir ótrúlegt að heyra af úrslitunum úr leik Íslands í gær. „Þetta er sjokk. Svo virðist sem að íslenska liðið geti spilað mjög vel - eins og gegn Frökkum en svo afar, afar illa. Það kom mér mjög á óvart að sjá að Ísland tapaði með ellefu marka mun fyrir Tékkum.“ „Ef við vinnum Pólland þá vil ég mæta Íslandi í 16-liða úrslitunum. Það virðist sem svo að þeir hafi ekki komist á sitt eðlilega getustig hér úti.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30
Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14