Björgvin Páll: Ég vil heyra allt það sem er sagt um okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 13:30 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið dræm stemning í landsliðshópnum eftir tapið gegn Tékklandi í gær. Ísland mætir á morgun Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar. Þá mun ráðast hvort að strákarnir okkar komast áfram en allra helst þurfa þeir á sigri að halda í leiknum. „Stemningin var þung í gærkvöldi - eins og hún átti að vera. Nóttin var í samræmi við það,“ sagði Björgvin Páll en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var lítið sofið en menn hafa fengið nú smá tíma til að hugsa sinn gang. Fram að fundi notum við tímann til að koma sér í stand, bæði líkamlega og andlega, og þá byrjum við að ræða taktík fyrir næsta leik.“ Björgvin Páll segist ekki hafa dvalið lengi við leikinn gegn Tékklandi. „Ég fór beint í að skoða næsta andstæðing og spá aðeins í Egyptunum. Það sem við þurfum helst að athuga varðandi leikinn í gær er andlegi þátturinn og hver og einn þarf að taka hann fyrir hjá sér.“ „Ég þarf að laga sjálfur það sem fór úrskeðis hjá mér. En við getum ekki hengt okkur í því að velta því fyrir okkur hvort að Jicha hafi skorað einu marki of mikið eða þess háttar. Það skiptir litlu máli gegn Egyptum.“ Hann segir að það sé ekki til of mikils mælst að leikmenn nái að núllstilla sig á þeim skamma tíma sem er til stefnu fyrir leikinn gegn Egyptalandi á morgun. „Það er krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Það verður verðugt verkefni að mæta Egyptum sem eru með allt með sér en við með allt á móti okkur. Það er í þeim aðstæðum sem það reynir mest á okkur og við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ Það hefur verið mögnuð stemning á leikjum Egyptalands til þessa á mótinu og strákarnir fengu smjörþefinn af henni frá leik liðsins gegn Svíum sem var á undan leik Íslands og Tékkland í Al Sadd höllinni í gær. „Við heyrðum í henni alla leið inn í klefa en það mun bara hjálpa okkur. Við þurfum á því að halda að það sé ýtt við okkur og mótlætið mun bara styrkja okkur.“ „Mótlætið er mikið að heiman, bæði með umræðunni og allt annað sem fylgir umfjölluninni um okkur. Við fáum svo fulla höll á móti okkur og ef það fær okkur ekki til að standa saman þá gerir það ekkert.“ Björgvin Páll segist alltaf skoða samfélagsmiðlana eftir leiki íslenska landsliðsins og gærkvöldið var engin undantekning. „Það angrar mig meira ef ég veit ekkert hvað er að gerast heima og þá finnst mér allt eins betra að lesa gagnrýnina og hvað sérfræðingarnir hafa að segja. Mér finnst gaman að því og öll gagnrýni á rétt á sér, sérstaklega þegar við spilum svona.“ „Við þurfum að nota það sem orku og sem betur fer kemur margt jákvætt á móti að heiman í mínu tilfelli sem gleður mig og kætir.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 23. janúar 2015 07:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42 Þessar myndir segja meira en mörg orð Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25. 23. janúar 2015 08:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið dræm stemning í landsliðshópnum eftir tapið gegn Tékklandi í gær. Ísland mætir á morgun Egyptalandi í lokaumferð riðlakeppninnar. Þá mun ráðast hvort að strákarnir okkar komast áfram en allra helst þurfa þeir á sigri að halda í leiknum. „Stemningin var þung í gærkvöldi - eins og hún átti að vera. Nóttin var í samræmi við það,“ sagði Björgvin Páll en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var lítið sofið en menn hafa fengið nú smá tíma til að hugsa sinn gang. Fram að fundi notum við tímann til að koma sér í stand, bæði líkamlega og andlega, og þá byrjum við að ræða taktík fyrir næsta leik.“ Björgvin Páll segist ekki hafa dvalið lengi við leikinn gegn Tékklandi. „Ég fór beint í að skoða næsta andstæðing og spá aðeins í Egyptunum. Það sem við þurfum helst að athuga varðandi leikinn í gær er andlegi þátturinn og hver og einn þarf að taka hann fyrir hjá sér.“ „Ég þarf að laga sjálfur það sem fór úrskeðis hjá mér. En við getum ekki hengt okkur í því að velta því fyrir okkur hvort að Jicha hafi skorað einu marki of mikið eða þess háttar. Það skiptir litlu máli gegn Egyptum.“ Hann segir að það sé ekki til of mikils mælst að leikmenn nái að núllstilla sig á þeim skamma tíma sem er til stefnu fyrir leikinn gegn Egyptalandi á morgun. „Það er krafa sem við setjum á sjálfa okkur. Það verður verðugt verkefni að mæta Egyptum sem eru með allt með sér en við með allt á móti okkur. Það er í þeim aðstæðum sem það reynir mest á okkur og við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ Það hefur verið mögnuð stemning á leikjum Egyptalands til þessa á mótinu og strákarnir fengu smjörþefinn af henni frá leik liðsins gegn Svíum sem var á undan leik Íslands og Tékkland í Al Sadd höllinni í gær. „Við heyrðum í henni alla leið inn í klefa en það mun bara hjálpa okkur. Við þurfum á því að halda að það sé ýtt við okkur og mótlætið mun bara styrkja okkur.“ „Mótlætið er mikið að heiman, bæði með umræðunni og allt annað sem fylgir umfjölluninni um okkur. Við fáum svo fulla höll á móti okkur og ef það fær okkur ekki til að standa saman þá gerir það ekkert.“ Björgvin Páll segist alltaf skoða samfélagsmiðlana eftir leiki íslenska landsliðsins og gærkvöldið var engin undantekning. „Það angrar mig meira ef ég veit ekkert hvað er að gerast heima og þá finnst mér allt eins betra að lesa gagnrýnina og hvað sérfræðingarnir hafa að segja. Mér finnst gaman að því og öll gagnrýni á rétt á sér, sérstaklega þegar við spilum svona.“ „Við þurfum að nota það sem orku og sem betur fer kemur margt jákvætt á móti að heiman í mínu tilfelli sem gleður mig og kætir.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 23. janúar 2015 07:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42 Þessar myndir segja meira en mörg orð Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25. 23. janúar 2015 08:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Guðjón Valur: Ég er ekki kominn á endastöð Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé of mikill óstöðugleiki í íslenska landsliðinu og hafi verið í langan tíma. Strákarnir okkar upplifðu hrun gegn Tékklandi á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 23. janúar 2015 07:00
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 25-36 | Hrun strákanna í Katar Strákarnir þurfa að vinna sterkt lið Egyptalands til að sleppa við Forsetabikarinn. 22. janúar 2015 15:42
Þessar myndir segja meira en mörg orð Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékkum á HM í handbolta í Katar í gær en Tékkarnir sem höfðu ekki unnið leik á mótinu rúlluðu upp strákunum okkar 36-25. 23. janúar 2015 08:00