Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Arnar Björnsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 16:30 Guðmundur Guðmundsson var alsæll eftir sigur Dana á Rússum. Með sigrinum tryggðu Danir sér sæti í 16 liða úrslitum. Þjóðverjar eiga sigur vísan í riðlinum og takist Íslendingum að vinna Egypta mæta dönsku drengirnir hans Guðmundar mæti Íslendingum. Hvoru liðinu vill hann mæta? „Ég vona Íslendinganna vegna að þeir komist í 16 liða úrslitin. Það var erfiður dagur hjá þeim í gær en ég þekki þessa drengi vel og alla þá sem standa að liðinu og ég veit að þeir muni gera allt til að vinna Egypta. Það verður erfiður leikur en ég trúi á íslenskan sigur“. Hver er skýringin á því að íslenska liðið er ekki að spila betur en raun ber vitni? „Ég vil nú ekki gefa neinar skýringar. Það getur stundum gerst að menn finni sig ekki og það er slæmt þegar það gerist í mikilvægum leikjum á stórmóti. Þannig eru nú íþróttirnar. Ég veit ekki hvernig ásigkomulagið er á hópnum og hvort menn voru þreyttir eftir erfiðan leik á móti Frökkum. Þetta eru oft samverkandi þættir. Ég trúi á drengina og þeir hafa sýnt það oft áður“. Þú hefur verið í þessari stöðu. Hvernig heldurðu að Aroni líði þegar hann er að reyna að púsla þessu saman? „Það er alltaf erfitt að tapa leikjum á þennan hátt. Ég veit að þetta er sterkur hópur og góðir þjálfarar sem eru að vinna með liðið. Ég trúi því að þeir undirbúi liðið eins vel og þeir geta gegn Egyptum og sjá sjáum við til hvort liðið verður betra í þeim leik“. Er ekki skrítið að íslenska liðið hafi verið flengt í tveimur leikjum en eigi samt möguleika á því að komast áfram? „Ég vil nú ekki segja að liðið hafi verið flengt. Þeir áttu kannski ekki bestu byrjun í heimi. Mér finnst þeir hafa komið sterkt til baka. Gott að klára Alsírleikinn og spila frábæran leik á móti Frökkum. Það býr rosalega mikið í þessu liði og þetta er að mínu mati frábært lið“. Nú ertu búinn að koma Dönum í 16 liða úrslit. „Nú erum við komnir í16 liða úrslit þangað sem við stefndum. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna Rússa. Það er mikil pressa á mér og liðinu að klára þann leik. Pólverjar verða næstu mótherjar og þeir eru með svakalegt lið. Margir segja að þeir séu með bestu skyttur heims. Það er alveg hægt að taka undir það. Þeir eru með líkamlega sterka og stóra leikmenn, góða línumenn og frábæra markmenn. Ég þekki marga af þessum leikmönnum og hef þjálfað þrjá þeirra og aðstoðarþjálfarann líka“. Mikil pressa á þér. Hvarflar það að þér þegar hamagangurinn er sem mestur, af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér. „Nei maður gerir það ekki. Ég var búinn að búa mig undir það. Það er stórkostlegt hvað áhugi á handbolta er mikill í Danmörku og maður á að þakka fyrir það. Ég reyni að svara eins heiðarlega og ég get þeim spurningum sem ég fæ og reyni að vera ég sjálfur þangað til yfir lýkur“. Nú eru margir kongar í liðinu. Finnur Guðmundur fyrir pressu frá þeim? „Nei menn eru ekki að velta því fyrir sér frekar að einbeita sér að leikkerfum. Þetta er griðarlega góður hópur sem ég er með“. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var alsæll eftir sigur Dana á Rússum. Með sigrinum tryggðu Danir sér sæti í 16 liða úrslitum. Þjóðverjar eiga sigur vísan í riðlinum og takist Íslendingum að vinna Egypta mæta dönsku drengirnir hans Guðmundar mæti Íslendingum. Hvoru liðinu vill hann mæta? „Ég vona Íslendinganna vegna að þeir komist í 16 liða úrslitin. Það var erfiður dagur hjá þeim í gær en ég þekki þessa drengi vel og alla þá sem standa að liðinu og ég veit að þeir muni gera allt til að vinna Egypta. Það verður erfiður leikur en ég trúi á íslenskan sigur“. Hver er skýringin á því að íslenska liðið er ekki að spila betur en raun ber vitni? „Ég vil nú ekki gefa neinar skýringar. Það getur stundum gerst að menn finni sig ekki og það er slæmt þegar það gerist í mikilvægum leikjum á stórmóti. Þannig eru nú íþróttirnar. Ég veit ekki hvernig ásigkomulagið er á hópnum og hvort menn voru þreyttir eftir erfiðan leik á móti Frökkum. Þetta eru oft samverkandi þættir. Ég trúi á drengina og þeir hafa sýnt það oft áður“. Þú hefur verið í þessari stöðu. Hvernig heldurðu að Aroni líði þegar hann er að reyna að púsla þessu saman? „Það er alltaf erfitt að tapa leikjum á þennan hátt. Ég veit að þetta er sterkur hópur og góðir þjálfarar sem eru að vinna með liðið. Ég trúi því að þeir undirbúi liðið eins vel og þeir geta gegn Egyptum og sjá sjáum við til hvort liðið verður betra í þeim leik“. Er ekki skrítið að íslenska liðið hafi verið flengt í tveimur leikjum en eigi samt möguleika á því að komast áfram? „Ég vil nú ekki segja að liðið hafi verið flengt. Þeir áttu kannski ekki bestu byrjun í heimi. Mér finnst þeir hafa komið sterkt til baka. Gott að klára Alsírleikinn og spila frábæran leik á móti Frökkum. Það býr rosalega mikið í þessu liði og þetta er að mínu mati frábært lið“. Nú ertu búinn að koma Dönum í 16 liða úrslit. „Nú erum við komnir í16 liða úrslit þangað sem við stefndum. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna Rússa. Það er mikil pressa á mér og liðinu að klára þann leik. Pólverjar verða næstu mótherjar og þeir eru með svakalegt lið. Margir segja að þeir séu með bestu skyttur heims. Það er alveg hægt að taka undir það. Þeir eru með líkamlega sterka og stóra leikmenn, góða línumenn og frábæra markmenn. Ég þekki marga af þessum leikmönnum og hef þjálfað þrjá þeirra og aðstoðarþjálfarann líka“. Mikil pressa á þér. Hvarflar það að þér þegar hamagangurinn er sem mestur, af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér. „Nei maður gerir það ekki. Ég var búinn að búa mig undir það. Það er stórkostlegt hvað áhugi á handbolta er mikill í Danmörku og maður á að þakka fyrir það. Ég reyni að svara eins heiðarlega og ég get þeim spurningum sem ég fæ og reyni að vera ég sjálfur þangað til yfir lýkur“. Nú eru margir kongar í liðinu. Finnur Guðmundur fyrir pressu frá þeim? „Nei menn eru ekki að velta því fyrir sér frekar að einbeita sér að leikkerfum. Þetta er griðarlega góður hópur sem ég er með“.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30
Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti