Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2015 14:44 "Það næsta sem ég veit er að ég ligg í jörðinni og árásarmennirnir flúnir af vettvangi,“ sagði Aron um árásina. Vísir/KTD/Eva Björk Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni sem Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs hefur engu skilað. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram frá því að rannsókn á málinu hóst. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að engin tíðindi séu af málinu. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, greindi frá því á blaðamannafundi þann 30. desember að lögreglan væri að skoða myndbandsupptökur frá vettvangi. Nú er ljóst að ekkert kom út úr því.Aron mun ekki spila með landsliðinu gegn Egyptum á morgun vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Tékklandi í gær. Aron fékk högg undir kjálkann í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu. Ólíklegt er að hann verði meira með á mótinu að sögn Örnólfs Valdimarssonar, læknis íslenska liðsins.Árásin líkleg ástæða heilahristingins Örnólfur segir í samtali við Vísi að Aron hafi einkenni heilahristings. Líklega sé ástæðan sú að hann fékk höfuðhögg fyrir nokkrum vikum. Vísar Örnólfur þar til líkamsárásarinnar þar sem Aron fékk skurð á augabrún og brákað kinnbein. „Ef hann verður einkennalaus í dag eða á morgun þá fær hann að hreyfa sig á morgun og þá sjáum við til hvernig hann verður. Ef hann verður fínn við áreynslu þá má hann spila en ef hann er með einkenni þá má hann ekki spila.“Aron Pálmarsson í sigurleiknum gegn Alsír í Katar.Vísir/Eva BjörkFá ekki að komast upp með þetta Ráðist var á Aron síðustu helgina í desember en landsliðsmennirnir voru þá komnir til landsins í aðdraganda landsliðsæfinga fyrir HM í Katar. Aron var að stíga upp í leigubíl eftir að hafa verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þá réðust tveir menn skyndilega á hann. „Og það næsta sem ég veit er að ég ligg í jörðinni og árásarmennirnir flúnir af vettvangi,“ sagði Aron í viðtali við RÚV í desember.Sjá einnig:Eflaust segja sumir að maður eigi ekki að vera í bænum Árásin var kærð til lögreglu. „Ég ætla ekki að leyfa þessum mönnum að komast upp með þetta enda hefur árásin þegar haft sínar afleiðingar - ég missi af tveimur landsliðsæfingum,“ sagði Aron. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hrópar þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. 20. janúar 2015 23:36 Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða. 21. janúar 2015 10:00 Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni sem Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs hefur engu skilað. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram frá því að rannsókn á málinu hóst. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að engin tíðindi séu af málinu. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, greindi frá því á blaðamannafundi þann 30. desember að lögreglan væri að skoða myndbandsupptökur frá vettvangi. Nú er ljóst að ekkert kom út úr því.Aron mun ekki spila með landsliðinu gegn Egyptum á morgun vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Tékklandi í gær. Aron fékk högg undir kjálkann í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu. Ólíklegt er að hann verði meira með á mótinu að sögn Örnólfs Valdimarssonar, læknis íslenska liðsins.Árásin líkleg ástæða heilahristingins Örnólfur segir í samtali við Vísi að Aron hafi einkenni heilahristings. Líklega sé ástæðan sú að hann fékk höfuðhögg fyrir nokkrum vikum. Vísar Örnólfur þar til líkamsárásarinnar þar sem Aron fékk skurð á augabrún og brákað kinnbein. „Ef hann verður einkennalaus í dag eða á morgun þá fær hann að hreyfa sig á morgun og þá sjáum við til hvernig hann verður. Ef hann verður fínn við áreynslu þá má hann spila en ef hann er með einkenni þá má hann ekki spila.“Aron Pálmarsson í sigurleiknum gegn Alsír í Katar.Vísir/Eva BjörkFá ekki að komast upp með þetta Ráðist var á Aron síðustu helgina í desember en landsliðsmennirnir voru þá komnir til landsins í aðdraganda landsliðsæfinga fyrir HM í Katar. Aron var að stíga upp í leigubíl eftir að hafa verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Þá réðust tveir menn skyndilega á hann. „Og það næsta sem ég veit er að ég ligg í jörðinni og árásarmennirnir flúnir af vettvangi,“ sagði Aron í viðtali við RÚV í desember.Sjá einnig:Eflaust segja sumir að maður eigi ekki að vera í bænum Árásin var kærð til lögreglu. „Ég ætla ekki að leyfa þessum mönnum að komast upp með þetta enda hefur árásin þegar haft sínar afleiðingar - ég missi af tveimur landsliðsæfingum,“ sagði Aron.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hrópar þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. 20. janúar 2015 23:36 Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða. 21. janúar 2015 10:00 Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50
Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar hrópar þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. 20. janúar 2015 23:36
Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða. 21. janúar 2015 10:00
Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35