Landsliðsfyrirliðinn fordæmir árásina á Aron 31. desember 2014 08:00 Fyrirliðinn Guðjón Valur á æfingu landsliðsins í gær. fréttablaðið/Valli „Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. Aron fékk þungt hnefahögg í andlitið í miðbæ Reykjavíkur um helgina en hann hafði þá verið úti að skemmta sér með vinum sínum. Af þeim sökum missti hann af fyrstu tveimur æfingum landsliðsins sem hóf formlegan undirbúning sinn fyrir HM í Katar í gær. „Ég fordæmi árásina og við gerum það allir í liðinu. Ég geri mér grein fyrir því hvernig þetta lítur út og eflaust segja sumir að menn eiga ekki vera í bænum og svo framvegis. En áður en fólk byrjar að dæma gjörðir hans þá finnst mér að menn eigi að geta gert það sem þeir vilja í sínum frítíma, svo lengi sem þeir eru ekki að gera neitt af sér. Hefði þetta gerst nokkrum klukkutímum fyrir leik eða æfingu væri þetta annað mál. En við höfum allir rétt á okkar einkalífi og hann var úti að skemmta sér með sínum vinum í sínu jólafríi. Þetta er sorglegt mál og ekkert sem veitir mönnum rétt til að ráðast á nokkurn mann að tilefnislausu.“ Guðjón Valur segir að það hafi verið erfitt að fá símtalið frá Aroni. „Þetta var áfall. Hann bar sig auðvitað illa til að byrja með enda spyrja menn sig af hverju svona lagað kemur fyrir og til hvers. Það er svo ömurlegt að hann skuli missa af þessum æfingum með landsliðinu því hann hefur ekki verið með í síðustu verkefnum og var farinn að hlakka virkilega mikið til að koma inn í hópinn aftur. Hann er langt í frá sáttur og ég skil það vel,“ sagði hann. Fyrirliðinn segir að þetta muni ekki hafa slæm áhrif á leikmannahópinn eða Aron sjálfan. „Ég er viss um að hann komi á fleygiferð inn í hópinn þegar hann fær grænt ljós frá læknunum og munum við taka honum opnum örmum.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. Aron fékk þungt hnefahögg í andlitið í miðbæ Reykjavíkur um helgina en hann hafði þá verið úti að skemmta sér með vinum sínum. Af þeim sökum missti hann af fyrstu tveimur æfingum landsliðsins sem hóf formlegan undirbúning sinn fyrir HM í Katar í gær. „Ég fordæmi árásina og við gerum það allir í liðinu. Ég geri mér grein fyrir því hvernig þetta lítur út og eflaust segja sumir að menn eiga ekki vera í bænum og svo framvegis. En áður en fólk byrjar að dæma gjörðir hans þá finnst mér að menn eigi að geta gert það sem þeir vilja í sínum frítíma, svo lengi sem þeir eru ekki að gera neitt af sér. Hefði þetta gerst nokkrum klukkutímum fyrir leik eða æfingu væri þetta annað mál. En við höfum allir rétt á okkar einkalífi og hann var úti að skemmta sér með sínum vinum í sínu jólafríi. Þetta er sorglegt mál og ekkert sem veitir mönnum rétt til að ráðast á nokkurn mann að tilefnislausu.“ Guðjón Valur segir að það hafi verið erfitt að fá símtalið frá Aroni. „Þetta var áfall. Hann bar sig auðvitað illa til að byrja með enda spyrja menn sig af hverju svona lagað kemur fyrir og til hvers. Það er svo ömurlegt að hann skuli missa af þessum æfingum með landsliðinu því hann hefur ekki verið með í síðustu verkefnum og var farinn að hlakka virkilega mikið til að koma inn í hópinn aftur. Hann er langt í frá sáttur og ég skil það vel,“ sagði hann. Fyrirliðinn segir að þetta muni ekki hafa slæm áhrif á leikmannahópinn eða Aron sjálfan. „Ég er viss um að hann komi á fleygiferð inn í hópinn þegar hann fær grænt ljós frá læknunum og munum við taka honum opnum örmum.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri Sjá meira
Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55
Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33
Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05