Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 24. janúar 2015 06:36 Vísir/Eva Björk HSÍ hefur tilkynnt að Gunnar Steinn Jónsson taki sæti Arons Pálmarssonar í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta á HM í Katar. Aron verður þó áfram með strákunum okkar í Katar. Aron fékk höfuðhögg í leiknum gegn Tékklandi á fimmtudag og var hann með einkenni heilahristings eftir leikinn. Í gærmorgun var svo tilkynnt að Aron myndi ekki spila með Íslandi gegn Egyptalandi í dag. Gunnar Steinn hefur verið með íslenska hópnum frá upphafi hér í Katar sem svokallaði sautjándi maður en aðeins má vera með sextán manna leikmannahóp skráðan til leiks í mótinu. Liðunum er heimilt að gera tvær breytingar á meðan mótinu stendur og hefur nú Aron Kristjánsson notað eina. Ef Aron Pálmarsson verður aftur leikfær á næstu dögum, sem telst reyndar ólíklegt, verður því hægt að kalla hann inn í hópinn á ný. Aron verður þó áfram með íslenska landsliðinu hér í Doha en Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti það við Vísi í morgun. Ísland mætir Egyptalandi klukkan 16.00 í dag og er afar ólíklegt að nokkuð annað en sigur muni duga strákunum til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leiknum verður lýst beint í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar: Þeir munu lemja á okkur Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn segir að strákarnir verði að vera tilbúnir fyrir stríð gegn Egyptalandi. 24. janúar 2015 11:30 Verða að vinna Egypta eða treysta á Alsír Möguleikar Íslands í að komast áfram í 16-liða úrslit HM í handbolta liggja í tveimur þáttum. Annaðhvort að vinna Egyptaland í dag eða treysta á að strákarnir nái betri úrslitum í sínum leik en Tékkar gera gegn Alsír. 24. janúar 2015 08:30 Aron: Strákarnir þurfa að svara fyrir sig Það er að duga eða drepast á HM. Yfirgnæfandi líkur eru á að allt annað en sigur á Egyptum muni senda strákana í hinn skelfilega Forsetabikar. "Hver og einn þurfti að líta í eigin barm,“ sagði landsliðsþjálfarinn. 24. janúar 2015 07:00 Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, staðfestir við Vísi að stórskytta Íslands er með einkenni heilahristings. 23. janúar 2015 10:11 Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira
HSÍ hefur tilkynnt að Gunnar Steinn Jónsson taki sæti Arons Pálmarssonar í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta á HM í Katar. Aron verður þó áfram með strákunum okkar í Katar. Aron fékk höfuðhögg í leiknum gegn Tékklandi á fimmtudag og var hann með einkenni heilahristings eftir leikinn. Í gærmorgun var svo tilkynnt að Aron myndi ekki spila með Íslandi gegn Egyptalandi í dag. Gunnar Steinn hefur verið með íslenska hópnum frá upphafi hér í Katar sem svokallaði sautjándi maður en aðeins má vera með sextán manna leikmannahóp skráðan til leiks í mótinu. Liðunum er heimilt að gera tvær breytingar á meðan mótinu stendur og hefur nú Aron Kristjánsson notað eina. Ef Aron Pálmarsson verður aftur leikfær á næstu dögum, sem telst reyndar ólíklegt, verður því hægt að kalla hann inn í hópinn á ný. Aron verður þó áfram með íslenska landsliðinu hér í Doha en Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti það við Vísi í morgun. Ísland mætir Egyptalandi klukkan 16.00 í dag og er afar ólíklegt að nokkuð annað en sigur muni duga strákunum til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leiknum verður lýst beint í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar: Þeir munu lemja á okkur Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn segir að strákarnir verði að vera tilbúnir fyrir stríð gegn Egyptalandi. 24. janúar 2015 11:30 Verða að vinna Egypta eða treysta á Alsír Möguleikar Íslands í að komast áfram í 16-liða úrslit HM í handbolta liggja í tveimur þáttum. Annaðhvort að vinna Egyptaland í dag eða treysta á að strákarnir nái betri úrslitum í sínum leik en Tékkar gera gegn Alsír. 24. janúar 2015 08:30 Aron: Strákarnir þurfa að svara fyrir sig Það er að duga eða drepast á HM. Yfirgnæfandi líkur eru á að allt annað en sigur á Egyptum muni senda strákana í hinn skelfilega Forsetabikar. "Hver og einn þurfti að líta í eigin barm,“ sagði landsliðsþjálfarinn. 24. janúar 2015 07:00 Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, staðfestir við Vísi að stórskytta Íslands er með einkenni heilahristings. 23. janúar 2015 10:11 Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira
Gunnar: Þeir munu lemja á okkur Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn segir að strákarnir verði að vera tilbúnir fyrir stríð gegn Egyptalandi. 24. janúar 2015 11:30
Verða að vinna Egypta eða treysta á Alsír Möguleikar Íslands í að komast áfram í 16-liða úrslit HM í handbolta liggja í tveimur þáttum. Annaðhvort að vinna Egyptaland í dag eða treysta á að strákarnir nái betri úrslitum í sínum leik en Tékkar gera gegn Alsír. 24. janúar 2015 08:30
Aron: Strákarnir þurfa að svara fyrir sig Það er að duga eða drepast á HM. Yfirgnæfandi líkur eru á að allt annað en sigur á Egyptum muni senda strákana í hinn skelfilega Forsetabikar. "Hver og einn þurfti að líta í eigin barm,“ sagði landsliðsþjálfarinn. 24. janúar 2015 07:00
Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, staðfestir við Vísi að stórskytta Íslands er með einkenni heilahristings. 23. janúar 2015 10:11
Aron líklega veikur fyrir vegna líkamsárásarinnar Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, staðfesti í morgun að Aron Pálmarsson verði ekki með gegn Egyptalandi á HM í Katar á morgun. 23. janúar 2015 12:35
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti