Eru Egyptar að tapa viljandi? Kolbeinn Tumi Daðaosn skrifar 24. janúar 2015 16:55 Sigur hjá Íslandi kemur liðinu í þriðja sæti í riðlinum og yrði Þýskaland þá andstæðingur í 16-liða úrslitum. Vísir/Eva Björk Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar. Strákarnir eru að spila mun betur en í tapleiknum gegn Tékkum í síðustu umferð en velta má fyrir sér hversu mikinn áhuga Egyptar hafa á því að vinna leikinn. Egyptar vita fyrir leikinn að tapi þeir hafna þeir í fjórða sæti riðilsins. Verði það niðurstaðan mæta Egyptar Þjóðverjum í 16-liða úrslitum og svo sigurvegaranum úr viðureign Katar og Austurríkis í átta liða úrslitum. Vinni Egyptar leikinn hafna þeir í þriðja sæti riðilsins og mæta þá Dönum í 16-liða úrslitum og Spánverjum í átta liða úrslitum. Óhætt er að segja að sú leið líti verr út en fyrrnefnd leið tapi Egyptar gegn Íslandi. Ekki er hægt að fullyrða að Egyptar hafi lagt upp með að tapa leiknum en óhætt er að segja að hvatningin sé til staðar. Spámenn virðast fá meiri spiltíma en í öðrum leikjum liðsins til þessa.Beina textalýsingu frá viðureign Íslands og Egyptalands má finna hér.Uppfært klukkan 17:30Strákarnir okkar unnu 28-25 sigur á Egyptum og eru komnir í 16-liða úrslitin. Óhætt er að segja að ýmislegt í leik Egypta í seinni hálfleiknum hafi ýtt undir vangaveltur um að Egyptar hafi kosið að tapa leiknum. Þá virkuðu þeir ekkert sérstaklega ósáttir með úrslitin að leik loknum. En það verður ekkert tekið af leikmönnum íslenska landsliðsins sem kláruðu dæmið og mæta Dönum eða Pólverjum í 16-liða úrslitum. Þá var sagt í greininni að upphitun Egypta hefði verið í óhefðbundnari kantinum. Þeir mættu seint inn á völlinn. Það hefur nú fengist staðfest að þeir hituðu upp í hliðarsal í keppnishöllinni. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar. Strákarnir eru að spila mun betur en í tapleiknum gegn Tékkum í síðustu umferð en velta má fyrir sér hversu mikinn áhuga Egyptar hafa á því að vinna leikinn. Egyptar vita fyrir leikinn að tapi þeir hafna þeir í fjórða sæti riðilsins. Verði það niðurstaðan mæta Egyptar Þjóðverjum í 16-liða úrslitum og svo sigurvegaranum úr viðureign Katar og Austurríkis í átta liða úrslitum. Vinni Egyptar leikinn hafna þeir í þriðja sæti riðilsins og mæta þá Dönum í 16-liða úrslitum og Spánverjum í átta liða úrslitum. Óhætt er að segja að sú leið líti verr út en fyrrnefnd leið tapi Egyptar gegn Íslandi. Ekki er hægt að fullyrða að Egyptar hafi lagt upp með að tapa leiknum en óhætt er að segja að hvatningin sé til staðar. Spámenn virðast fá meiri spiltíma en í öðrum leikjum liðsins til þessa.Beina textalýsingu frá viðureign Íslands og Egyptalands má finna hér.Uppfært klukkan 17:30Strákarnir okkar unnu 28-25 sigur á Egyptum og eru komnir í 16-liða úrslitin. Óhætt er að segja að ýmislegt í leik Egypta í seinni hálfleiknum hafi ýtt undir vangaveltur um að Egyptar hafi kosið að tapa leiknum. Þá virkuðu þeir ekkert sérstaklega ósáttir með úrslitin að leik loknum. En það verður ekkert tekið af leikmönnum íslenska landsliðsins sem kláruðu dæmið og mæta Dönum eða Pólverjum í 16-liða úrslitum. Þá var sagt í greininni að upphitun Egypta hefði verið í óhefðbundnari kantinum. Þeir mættu seint inn á völlinn. Það hefur nú fengist staðfest að þeir hituðu upp í hliðarsal í keppnishöllinni.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01