Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Arnar Björnsson skrifar 24. janúar 2015 20:15 Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira