Dagur: Feginn að sleppa við sirkusinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 10:02 Dagur Sigurðsson á blaðamannafundinum á Hilton-hótelinu í morgun. Vísir/Eva Björk Dagur Sigurðsson undirbýr lið sitt nú fyrir erfiðan leik gegn Egyptalandi í 16-liða úrslitum HM í Katar á morgun. Þýskaland vann í gær öruggan sigur á Sádí Arabíu og tryggði sér þar með sigur í hinum geysisterka C-riðli. Hann var spurður á blaðamannafundi þýska liðsins hvort hann væri feginn að hafa sloppið við Ísland í 16-liða úrslitunum. „Já. Ekki síst til að forðast einmitt þessar spurningar,“ sagði Dagur og uppskar mikinn hlátur á fundinum. Vísir hitti á hann svo eftir við hann og spurði hann út í ummælin. „Það eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hvað þeir geta verið erfiðir í svona leikjum, þar sem allt er undir. Þeir eru reynslumiklir og ef þeir fara réttu megin fram úr er erfitt að eiga að við þá,“ sagði Dagur en viðtalið má heyra hér efst í fréttinni. „Í öðru lagi bara til að losna við sirkusinn,“ sagði hann og hló. Dagur segir að gengi þýska liðsins í riðlinum hafi vissulega verið framar vonum en Þjóðverjar urðu efstir í riðlinum en gátu samt leyft sér að taka því rólega gegn Sádí Arabíu í gær. „Að enda í fyrsta sæti í þessum riðli er svolítil upphefð fyrir okkur þó það sé engin ávísun um sigur í næsta leik. En maður finnur að það er aðeins léttara í kringum handboltann í Þýskalandi þar sem þeir sjá nú að þeir eru ekki búnir að missa af lestinni með landsliðið sitt. Þeir endurheimtu smá stolt.“ Það kom Degi á óvart að Þjóðverjum hafi tekist að vinna riðilinn. „Það verður bara að segjast eins og er. Mjög margt gekk upp hjá okkur - bæði varðandi leikmannavalið og hvernig ungir strákar hafa stigið upp.“ „Það var ekki hægt að reikna með því leik eftir leik og þó svo að ég hafi vitað að þeir gætu spilað flottan handbolta var maður ekki viss um að þeir gætu haldið haus í svo mikilvægum leikjum.“ Egyptaland hefur mikinn stuðning hér í Katar og skapast frábær stemning á leikjum liðsins. Dagur reiknar með að það geti skipt máli í leiknum á morgun. „Þetta verður 50/50 leikur, þannig lagað. Við erum kannski eitthvað sterkari í handbolta en þeir fara langt á krafti, vilja og djöfulgangi. Þetta verður örugglega erfitt og það er bara gaman að takast á við það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 „Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00 Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Dagur Sigurðsson undirbýr lið sitt nú fyrir erfiðan leik gegn Egyptalandi í 16-liða úrslitum HM í Katar á morgun. Þýskaland vann í gær öruggan sigur á Sádí Arabíu og tryggði sér þar með sigur í hinum geysisterka C-riðli. Hann var spurður á blaðamannafundi þýska liðsins hvort hann væri feginn að hafa sloppið við Ísland í 16-liða úrslitunum. „Já. Ekki síst til að forðast einmitt þessar spurningar,“ sagði Dagur og uppskar mikinn hlátur á fundinum. Vísir hitti á hann svo eftir við hann og spurði hann út í ummælin. „Það eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hvað þeir geta verið erfiðir í svona leikjum, þar sem allt er undir. Þeir eru reynslumiklir og ef þeir fara réttu megin fram úr er erfitt að eiga að við þá,“ sagði Dagur en viðtalið má heyra hér efst í fréttinni. „Í öðru lagi bara til að losna við sirkusinn,“ sagði hann og hló. Dagur segir að gengi þýska liðsins í riðlinum hafi vissulega verið framar vonum en Þjóðverjar urðu efstir í riðlinum en gátu samt leyft sér að taka því rólega gegn Sádí Arabíu í gær. „Að enda í fyrsta sæti í þessum riðli er svolítil upphefð fyrir okkur þó það sé engin ávísun um sigur í næsta leik. En maður finnur að það er aðeins léttara í kringum handboltann í Þýskalandi þar sem þeir sjá nú að þeir eru ekki búnir að missa af lestinni með landsliðið sitt. Þeir endurheimtu smá stolt.“ Það kom Degi á óvart að Þjóðverjum hafi tekist að vinna riðilinn. „Það verður bara að segjast eins og er. Mjög margt gekk upp hjá okkur - bæði varðandi leikmannavalið og hvernig ungir strákar hafa stigið upp.“ „Það var ekki hægt að reikna með því leik eftir leik og þó svo að ég hafi vitað að þeir gætu spilað flottan handbolta var maður ekki viss um að þeir gætu haldið haus í svo mikilvægum leikjum.“ Egyptaland hefur mikinn stuðning hér í Katar og skapast frábær stemning á leikjum liðsins. Dagur reiknar með að það geti skipt máli í leiknum á morgun. „Þetta verður 50/50 leikur, þannig lagað. Við erum kannski eitthvað sterkari í handbolta en þeir fara langt á krafti, vilja og djöfulgangi. Þetta verður örugglega erfitt og það er bara gaman að takast á við það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 „Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00 Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48
Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37
„Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00
Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30