Róbert: Vonum að Mikkel hitti ekki á draumaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 07:30 Róbert og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrum landsliðsmaður, fagna sigrinum á Egyptalandi. Vísir/Eva Björk Róbert Gunnarsson á von á skemmtilegum leik gegn Danmörku á HM í dag en Ísland mætir þá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í 16-liða úrslitum HM í handbolta. „Það er alltaf mjög gaman að spila gegn Danmörku. Leikir okkar hafa yfirleitt verið jafnir hjá okkur ef síðustu stórmót eru frátalin. En ég vona að við náum upp svipuðum leik og við gerðum á æfingamótinu í Danmörku fyrir HM,“ sagði Róbert en Ísland vann þann leik með eins marks mun. Var það fyrsti og eini tapleikur Dana undir stjórn Guðmundar til þessa. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og ná upp svipaðri stemningu og gegn Egyptalandi. Ég hef aldrei prófað að spila á móti Gumma áður nema á þessu æfingamóti og það verður örugglega sérstakara fyrir hann en okkur.“ Danir eru með eitt besta lið heims og Róbert segir að liðið sé með ógnarsterka leikmenn í hverri stöðu. „Markverðirnir eru frábærir og það þarf varla að tala um Mikkel [Hansen] og fleiri í þeirra liði. En þeir geta alveg tapað eins og önnur lið og við sýndum gegn Frökkum að við getum spilað góðan handbolta.“ „Við þurfum að ná svoleiðis leik á morgun og þá verður allt mögulegt. En þetta verður vissulega erfitt verkefni. Aðalatriðið fyrir okkur verður að leysa þeirra varnarleik og skjóta ekki í markvörðinn þeirra. Það gefur augaleið. Svo þurfum við að passa að þeir nái ekki að splundra okkur of mikið.“ „Allt eru þetta klisjusvör en við verðum bara að vona að Mikkel hitti ekki á einhvern draumaleik. Þá verður þetta allt léttara.“ Róbert segir að það yrði bónus ef Aron Pálmarsson gæti tekið þátt í leiknum en hann missti af leiknum gegn Egyptum í fyrradag vegna höfuðmeiðsla. „Það er ekkert lið sem má við því að missa mann eins og hann, hvernig sem það fer. En við verðum að undirbúa okkur fyrir leikinn og best væri að gera það með það í huga að Aron verði ekki með.“ „Við kláruðum síðasta leik án hans og það gekk ágætlega. En það væri vissulega frábært að fá hann.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02 Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira
Róbert Gunnarsson á von á skemmtilegum leik gegn Danmörku á HM í dag en Ísland mætir þá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í 16-liða úrslitum HM í handbolta. „Það er alltaf mjög gaman að spila gegn Danmörku. Leikir okkar hafa yfirleitt verið jafnir hjá okkur ef síðustu stórmót eru frátalin. En ég vona að við náum upp svipuðum leik og við gerðum á æfingamótinu í Danmörku fyrir HM,“ sagði Róbert en Ísland vann þann leik með eins marks mun. Var það fyrsti og eini tapleikur Dana undir stjórn Guðmundar til þessa. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og ná upp svipaðri stemningu og gegn Egyptalandi. Ég hef aldrei prófað að spila á móti Gumma áður nema á þessu æfingamóti og það verður örugglega sérstakara fyrir hann en okkur.“ Danir eru með eitt besta lið heims og Róbert segir að liðið sé með ógnarsterka leikmenn í hverri stöðu. „Markverðirnir eru frábærir og það þarf varla að tala um Mikkel [Hansen] og fleiri í þeirra liði. En þeir geta alveg tapað eins og önnur lið og við sýndum gegn Frökkum að við getum spilað góðan handbolta.“ „Við þurfum að ná svoleiðis leik á morgun og þá verður allt mögulegt. En þetta verður vissulega erfitt verkefni. Aðalatriðið fyrir okkur verður að leysa þeirra varnarleik og skjóta ekki í markvörðinn þeirra. Það gefur augaleið. Svo þurfum við að passa að þeir nái ekki að splundra okkur of mikið.“ „Allt eru þetta klisjusvör en við verðum bara að vona að Mikkel hitti ekki á einhvern draumaleik. Þá verður þetta allt léttara.“ Róbert segir að það yrði bónus ef Aron Pálmarsson gæti tekið þátt í leiknum en hann missti af leiknum gegn Egyptum í fyrradag vegna höfuðmeiðsla. „Það er ekkert lið sem má við því að missa mann eins og hann, hvernig sem það fer. En við verðum að undirbúa okkur fyrir leikinn og best væri að gera það með það í huga að Aron verði ekki með.“ „Við kláruðum síðasta leik án hans og það gekk ágætlega. En það væri vissulega frábært að fá hann.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02 Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12 Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira
Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Svaraði aðeins spurningum á blaðamannafundi danska liðsins í Doha í morgun. 25. janúar 2015 09:02
Guðjón Valur: Enginn óskar sér þess að líta út eins og fábjáni Landsliðsfyrirliðinn um kennitöluflakk íslenska landsliðsins, eigin frammistöðu á mótinu og leikinn gegn Egyptlandi í gær. 25. janúar 2015 06:12
Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. 21. janúar 2015 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18