Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 08:00 Hans Óttar Lindberg er einn besti hornamaður heims. vísir/getty Ísland og Danmörk eigast við í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld en hornamaðurinn Hans Lindberg, sem er fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra, segir að leikurinn í dag sé fyrir hann eins og hver annar. „Ég á yfir 200 leiki að baki með danska landsliðinu og þar af eru um 20 gegn Íslandi. Við virðumst alltaf spila við þá,“ sagði Lindberg í samtali við Vísi í gær. „Það er ekkert sérstakt fyrir mig að spila við Ísland frekar en önnur lið. Þetta snýst um 16-liða úrslitin, spila eins vel og við getum og komast áfram í 8-liða úrslitin.“ Hann hefur ekki heldur áhyggjur af því að Guðmundur Guðmundsson muni eiga í erfiðleikum að spila gegn Íslandi. „Hann er búinn að vera að horfa á myndbandsupptökur í alla nótt og við njótum góðs af þeirri miklu vinnu sem hann leggur á sig. Markmið okkar nú er að sýna okkar besta og vinna leikinn.“ Lindberg segir að Danir gefi lítið út á allt tal um að Danir séu sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það skipti engu máli. „Íslendingar eru góðir og alltaf hættulegur andstæðingur. Þetta eru tvö lið sem þekkjast mjög vel og þekkja styrkleika og veikleika hvors annars.“ „Það er kostur fyrir íslenska liðið að þekkja Guðmund og það sem hann gerir. En við munum auðvitað lítast til þess að nýtta okkur þekkingu Guðmundar á íslenska liðinu og vonandi gefur það okkur forskot.“ „En í grunninn eru þetta tvö lið sem munu eigast við í 60 mínútur enda leikir gegn Íslandi alltaf jafnir og spennandi.“ Lindberg segist sáttur við stöðu danska liðsins miðað við frammistöðuna til þessa. „Við höfum ekki tapað leik til þessa en urðum af tveimur stigum með því að gera jafntefli við Argentínu og Þýskaland.“ „En þetta er langt mót og gott að slæmu leikirnir okkar komu ekki í útsláttarkeppni. Þá værum við úr leik. Við höfum náð að bæta okkur síðan þá og átti fleiri og lengri góða kafla með hverjum leiknum. Vonandi höldum við áfram á þeirri braut.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Ísland og Danmörk eigast við í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld en hornamaðurinn Hans Lindberg, sem er fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra, segir að leikurinn í dag sé fyrir hann eins og hver annar. „Ég á yfir 200 leiki að baki með danska landsliðinu og þar af eru um 20 gegn Íslandi. Við virðumst alltaf spila við þá,“ sagði Lindberg í samtali við Vísi í gær. „Það er ekkert sérstakt fyrir mig að spila við Ísland frekar en önnur lið. Þetta snýst um 16-liða úrslitin, spila eins vel og við getum og komast áfram í 8-liða úrslitin.“ Hann hefur ekki heldur áhyggjur af því að Guðmundur Guðmundsson muni eiga í erfiðleikum að spila gegn Íslandi. „Hann er búinn að vera að horfa á myndbandsupptökur í alla nótt og við njótum góðs af þeirri miklu vinnu sem hann leggur á sig. Markmið okkar nú er að sýna okkar besta og vinna leikinn.“ Lindberg segir að Danir gefi lítið út á allt tal um að Danir séu sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það skipti engu máli. „Íslendingar eru góðir og alltaf hættulegur andstæðingur. Þetta eru tvö lið sem þekkjast mjög vel og þekkja styrkleika og veikleika hvors annars.“ „Það er kostur fyrir íslenska liðið að þekkja Guðmund og það sem hann gerir. En við munum auðvitað lítast til þess að nýtta okkur þekkingu Guðmundar á íslenska liðinu og vonandi gefur það okkur forskot.“ „En í grunninn eru þetta tvö lið sem munu eigast við í 60 mínútur enda leikir gegn Íslandi alltaf jafnir og spennandi.“ Lindberg segist sáttur við stöðu danska liðsins miðað við frammistöðuna til þessa. „Við höfum ekki tapað leik til þessa en urðum af tveimur stigum með því að gera jafntefli við Argentínu og Þýskaland.“ „En þetta er langt mót og gott að slæmu leikirnir okkar komu ekki í útsláttarkeppni. Þá værum við úr leik. Við höfum náð að bæta okkur síðan þá og átti fleiri og lengri góða kafla með hverjum leiknum. Vonandi höldum við áfram á þeirri braut.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15
Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45