Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega 25. janúar 2015 19:15 Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. GayIceland greindi fyrst frá. Óttar Guðmundsson, geðlæknir, fer fyrir hópi sérfræðinga um málefni transfólks á Landspítalanum. Hann segir þessa breytingu, undanfarin þrjú til fimm ár, vera í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er mun auðveldara í dag að koma fram sem transeinstaklingur. Þannig að fólk horfist í augu við þetta og kemur fram, sem það þorði ekki að gera fyrir kannski tíu, tuttugu árum,“ segir Óttar. Athygli vekur að sífellt yngra fólk kallar eftir því að leiðrétta kyn sitt, en á árum áður var yfirleitt um að ræða einstaklinga yfir þrítugu. „Það eru semsagt unglingar, eða fólk sem er á barnsaldri, sem horfist í augu við að það sé trans og þurfi að taka afstöðu til þess,“ segir Óttar. Auk þess stíga sífellt fleiri karlar fram. Fyrir nokkrum árum hafi verið um það bil fjórar konur á móti hverjum karli, en nú eru hlutföll karla og kvenna nokkuð jöfn. Óttar telur að viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár. Fólk sé nú tilbúnara en áður til að samþykkja transkonur - og karla. „Hvort að það eru jákvæðar fréttir að það sé svona mikil fjölgun í hópnum veit ég ekki. Þetta er óskaplega erfitt ferli. Það er ekki hægt að gera meiri breytingu á sér og sínu lífi heldur en að leiðrétta kyn sitt þannig þetta er afskaplega erfitt fyrir þá sem standa í þessu. En auðvitað er það jákvætt að samfélagið tekur miklu betur við þessum einstaklingum en áður," segir hann. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. GayIceland greindi fyrst frá. Óttar Guðmundsson, geðlæknir, fer fyrir hópi sérfræðinga um málefni transfólks á Landspítalanum. Hann segir þessa breytingu, undanfarin þrjú til fimm ár, vera í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er mun auðveldara í dag að koma fram sem transeinstaklingur. Þannig að fólk horfist í augu við þetta og kemur fram, sem það þorði ekki að gera fyrir kannski tíu, tuttugu árum,“ segir Óttar. Athygli vekur að sífellt yngra fólk kallar eftir því að leiðrétta kyn sitt, en á árum áður var yfirleitt um að ræða einstaklinga yfir þrítugu. „Það eru semsagt unglingar, eða fólk sem er á barnsaldri, sem horfist í augu við að það sé trans og þurfi að taka afstöðu til þess,“ segir Óttar. Auk þess stíga sífellt fleiri karlar fram. Fyrir nokkrum árum hafi verið um það bil fjórar konur á móti hverjum karli, en nú eru hlutföll karla og kvenna nokkuð jöfn. Óttar telur að viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár. Fólk sé nú tilbúnara en áður til að samþykkja transkonur - og karla. „Hvort að það eru jákvæðar fréttir að það sé svona mikil fjölgun í hópnum veit ég ekki. Þetta er óskaplega erfitt ferli. Það er ekki hægt að gera meiri breytingu á sér og sínu lífi heldur en að leiðrétta kyn sitt þannig þetta er afskaplega erfitt fyrir þá sem standa í þessu. En auðvitað er það jákvætt að samfélagið tekur miklu betur við þessum einstaklingum en áður," segir hann.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira