Guðjón Valur: Vitum nákvæmlega hvað Gummi gerir í kvöld Arnar Björnsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 10:15 Guðjón Valur Sigurðsson náði sér ekki á strik gegn Tékkum en frammistaða hans tveimur sólarhringum síðar var stórkostleg. Þar sýndi hann enn og sannaði að fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Munurinn á tilfinningum þínum eftir Tékkaleikinn annars vegar og Egyptaleikinn hinsvegar. „Svipaðar og þínar held ég, þú varst ekki ánægður með mig eftir Tékkaleikinn en ánægðari með mig í dag. Ætli það sé ekki eins hjá öllum“. En af hverju þessi munur? „Það er rosalega góð spurning sem á fyllilega rétt á sér en ég hef ekkert svar við henni. Undirbúningur okkar var svipaður fyrir leikina en við mættum ekki til leiks gegn Tékkum. Hvers vegna er erfitt að svara þegar lið eru andlaus og ekki upp á sitt besta. Okkur tókst að snúa þessu við og við verðum að halda sama hugarfari og í síðasta leik“. Sigurinn kannski athyglisverðari þar sem Eygptarnir skoruðu fjögur af fimm fyrstu mörkunum? „Kannski ekkert sætari en það var flott að sjá hvernig menn héldu haus, vörnin hélt og Bjöggi var flottur fyrir aftan hana. Við höfum alltaf á einhverju góðu að byggja, þurftum að leysa þeirra varnarleik sem við gerðum frábærlega“. Nú bíður ykkar allt annar mótherji, Danir spila öðru vísi en Egyptar. Er gaman að spila á móti Dönum? „Já það er það. Síðasti leikur í byrjun janúar var góður en leikirnir þar áður kannski ekki en þar áður voru þetta æðislegir leikir, jafnir og mikil barátta. Þetta eru lið sem þekkjast vel og leikurinn annað kvöld verður væntanlega hörkuleikur“. Nú ertu að spila gegn gamla þjálfaranum þínum er það eitthvað öðru vísi að horfa á Gumma hinum megin mjög stressaðan? „Hann var alltaf stressaður með okkur líka svo það er alveg sama hvorum megin hann er. Ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir hann heldur en okkur. Þetta er óneitanlega sérstakt. En hann leggur upp leik danska liðsins og við erum að spila við leikmennina. Hann kemur ekki til með að taka boltann og valda okkur erfiðleikum. Við komum ekkert til með að horfa sérstaklega á hann.“ „Við vitum nákvæmlega hvað hann kemur til með að segja við þá um okkur og hvernig hann leggur leikinn upp. Hann þekkir okkar styrkleika. Við erum úr leik ef við töpum en það er alveg klárt að við förum í leikinn við Dani til að vinna. Ég er ekki hér til að sannfæra þig, ég þarf að sannfæra leikmennina svo við séum allir á sömu blaðsíðunni.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13 Róbert: Vonum að Mikkel hitti ekki á draumaleik Línumaðurinn sterki segir ávallt skemmtilegt að spila gegn Danmörku. 26. janúar 2015 07:30 Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson náði sér ekki á strik gegn Tékkum en frammistaða hans tveimur sólarhringum síðar var stórkostleg. Þar sýndi hann enn og sannaði að fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Munurinn á tilfinningum þínum eftir Tékkaleikinn annars vegar og Egyptaleikinn hinsvegar. „Svipaðar og þínar held ég, þú varst ekki ánægður með mig eftir Tékkaleikinn en ánægðari með mig í dag. Ætli það sé ekki eins hjá öllum“. En af hverju þessi munur? „Það er rosalega góð spurning sem á fyllilega rétt á sér en ég hef ekkert svar við henni. Undirbúningur okkar var svipaður fyrir leikina en við mættum ekki til leiks gegn Tékkum. Hvers vegna er erfitt að svara þegar lið eru andlaus og ekki upp á sitt besta. Okkur tókst að snúa þessu við og við verðum að halda sama hugarfari og í síðasta leik“. Sigurinn kannski athyglisverðari þar sem Eygptarnir skoruðu fjögur af fimm fyrstu mörkunum? „Kannski ekkert sætari en það var flott að sjá hvernig menn héldu haus, vörnin hélt og Bjöggi var flottur fyrir aftan hana. Við höfum alltaf á einhverju góðu að byggja, þurftum að leysa þeirra varnarleik sem við gerðum frábærlega“. Nú bíður ykkar allt annar mótherji, Danir spila öðru vísi en Egyptar. Er gaman að spila á móti Dönum? „Já það er það. Síðasti leikur í byrjun janúar var góður en leikirnir þar áður kannski ekki en þar áður voru þetta æðislegir leikir, jafnir og mikil barátta. Þetta eru lið sem þekkjast vel og leikurinn annað kvöld verður væntanlega hörkuleikur“. Nú ertu að spila gegn gamla þjálfaranum þínum er það eitthvað öðru vísi að horfa á Gumma hinum megin mjög stressaðan? „Hann var alltaf stressaður með okkur líka svo það er alveg sama hvorum megin hann er. Ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir hann heldur en okkur. Þetta er óneitanlega sérstakt. En hann leggur upp leik danska liðsins og við erum að spila við leikmennina. Hann kemur ekki til með að taka boltann og valda okkur erfiðleikum. Við komum ekkert til með að horfa sérstaklega á hann.“ „Við vitum nákvæmlega hvað hann kemur til með að segja við þá um okkur og hvernig hann leggur leikinn upp. Hann þekkir okkar styrkleika. Við erum úr leik ef við töpum en það er alveg klárt að við förum í leikinn við Dani til að vinna. Ég er ekki hér til að sannfæra þig, ég þarf að sannfæra leikmennina svo við séum allir á sömu blaðsíðunni.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13 Róbert: Vonum að Mikkel hitti ekki á draumaleik Línumaðurinn sterki segir ávallt skemmtilegt að spila gegn Danmörku. 26. janúar 2015 07:30 Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45 Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00 Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Aron verður ekki með gegn Dönum Ísland verður án stórskyttunnar í 16 liða úrslitunum í kvöld. 26. janúar 2015 09:13
Róbert: Vonum að Mikkel hitti ekki á draumaleik Línumaðurinn sterki segir ávallt skemmtilegt að spila gegn Danmörku. 26. janúar 2015 07:30
Tveir stórleikir og Kristján Arason í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport Tveir leikir í 16 liða úrslitum HM í handbolta sýndir beint og leikur Íslands gegn Dönum leikgreindur af fagmönnum. 26. janúar 2015 09:45
Nyegaard: Ísland á ekki möguleika í danska liðið Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. "Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. 26. janúar 2015 07:00
Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg segir að leikir Danmerkur og Íslands séu alltaf spennandi. 26. janúar 2015 08:00
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti