Sverrir Guðnason valinn besti leikari í aðalhlutverki Bjarki Ármannsson skrifar 26. janúar 2015 21:21 Sverrir ólst upp í Reykjavík en fluttist til Svíþjóðar fyrir 25 árum. Vísir/Stefán Sverrir Guðnason hlaut í kvöld sænsku kvikmyndaverðlaunin Guldbaggen fyrir besta leik í aðalhlutverki. Verðlaunin hlaut Sverrir fyrir leik sinn í kvikmyndinni Flugparken, sem fjallar um fyrrverandi hokkíleikara sem þarf að takast á við dauða besta vinar síns. Sverrir var einnig tilnefndur á hátíðinni í flokki aukaleikara fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Gentlemen. Þetta er í annað sinn sem Sverrir er verðlaunaður á Guldbaggen-hátíðinni en í fyrra var hann valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í stórmyndinni Monica Z. Í þakkarræðunni sendi Sverrir kveðju til föður síns og fjölskyldu á Íslandi. Sverrir ólst upp í Reykjavík en fluttist til Svíþjóðar fyrir 25 árum. Íslenskir áhorfendur þekkja hann ef til vill fyrst og fremst fyrir að leika Pontus í sjónvarpsþáttunum um Wallander.Kvikmyndin Turist, eða Force Majeure, var sigursælasta mynd kvöldsins með sex verðlaun. Var meðal annars heiðruð sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn. Hún var framlag Svía til Óskarsverðlaunanna í ár en hlaut ekki náð fyrir augum valnefndarinnar.Bäst manliga huvudroll går till: Sverrir Gudnason för rollen som Kristian i Flugparken #Guldbaggen— Guldbaggen (@Guldbaggen) January 26, 2015 Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr Flugparken. Myndin var frumsýnd í lok nóvember. Menning Tengdar fréttir Byrjuðu á hjónabandserjum Hin sænsk-íslenska söngkona Edda Magnason og hinn íslenski leikari Sverrir Guðnason sem býr og starfar í Svíþjóð eru stödd á landinu vegna frumsýningar myndarinnar Monica Z. 5. apríl 2014 09:30 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sverrir Guðnason hlaut í kvöld sænsku kvikmyndaverðlaunin Guldbaggen fyrir besta leik í aðalhlutverki. Verðlaunin hlaut Sverrir fyrir leik sinn í kvikmyndinni Flugparken, sem fjallar um fyrrverandi hokkíleikara sem þarf að takast á við dauða besta vinar síns. Sverrir var einnig tilnefndur á hátíðinni í flokki aukaleikara fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Gentlemen. Þetta er í annað sinn sem Sverrir er verðlaunaður á Guldbaggen-hátíðinni en í fyrra var hann valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í stórmyndinni Monica Z. Í þakkarræðunni sendi Sverrir kveðju til föður síns og fjölskyldu á Íslandi. Sverrir ólst upp í Reykjavík en fluttist til Svíþjóðar fyrir 25 árum. Íslenskir áhorfendur þekkja hann ef til vill fyrst og fremst fyrir að leika Pontus í sjónvarpsþáttunum um Wallander.Kvikmyndin Turist, eða Force Majeure, var sigursælasta mynd kvöldsins með sex verðlaun. Var meðal annars heiðruð sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn. Hún var framlag Svía til Óskarsverðlaunanna í ár en hlaut ekki náð fyrir augum valnefndarinnar.Bäst manliga huvudroll går till: Sverrir Gudnason för rollen som Kristian i Flugparken #Guldbaggen— Guldbaggen (@Guldbaggen) January 26, 2015 Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr Flugparken. Myndin var frumsýnd í lok nóvember.
Menning Tengdar fréttir Byrjuðu á hjónabandserjum Hin sænsk-íslenska söngkona Edda Magnason og hinn íslenski leikari Sverrir Guðnason sem býr og starfar í Svíþjóð eru stödd á landinu vegna frumsýningar myndarinnar Monica Z. 5. apríl 2014 09:30 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Byrjuðu á hjónabandserjum Hin sænsk-íslenska söngkona Edda Magnason og hinn íslenski leikari Sverrir Guðnason sem býr og starfar í Svíþjóð eru stödd á landinu vegna frumsýningar myndarinnar Monica Z. 5. apríl 2014 09:30