Kristján Ara: Íslensku leikmennirnir voru hræddir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 12:00 Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar. „Leikmennirnir sem byrjuðu fundu ekki færi, höfðu jafnvel ekki trú á því og voru hræddir. Við höfum byrjað illa í þessu móti og það er líka rannsóknarefni af hverju við byrjum alltaf svona illa. Í hinum leikjunum vorum við oft að fá færi en í þessum leik var ekkert færi," sagði Kristján Arason. „Niklas Landin byrjar á því að verja og hreinlega lokar markinu. Menn verða hreinlega skíthræddir," sagði Guðjón Guðmundsson en Landin varði sjö fyrstu skot íslenska liðsins í leiknum. Kristján Arason klippti saman ráðleysislegar sóknar íslenska liðsins í leiknum. „Við vorum hvergi að fá færi af því að við vorum alltaf að spila inn á miðjuna. Það var ekkert teygt á vörninni. Þeir hljóta að hafa verið búnir að tala um þetta," sagði Kristján Arason. Strákarnir báru síðan saman sóknir íslenska liðsins við hraðar sóknir danska liðsins sem galopnuðu íslensku vörnina. „Danir eru með frábært lið og líkurnar voru kannski 70-30 okkur í óhag. Við hefðum þurft að leyfa þeim að skjóta meira fyrir utan og reyna frekar að þjappa vörnina fyrir innan punktalínu," sagði Kristján. „Það er sama hvert er litið á leik íslenska liðsins í þessu móti þá var þetta hreinasta hörmung. Vandamálið er það að þetta er ekki bara að gerast í mótinu. það er búið að vera aðdragandi að þessu öllu og menn verða að horfa á aðdragandann, leikina við Bosníu og Svartfjallaland. Leikmennirnir eru óöruggir og hræddir og maður þekkir ekki suma þessara leikmanna," sagði Guðjón Guðmundsson. Alla leikgreininguna í HM-kvöldinu má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan en þar má meðal annars hvar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, lét línumanninn sinn stilla sér upp í leiknum til að hjálpa útispilurum danska liðsins að teygja á íslensku vörninni. HM 2015 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar. „Leikmennirnir sem byrjuðu fundu ekki færi, höfðu jafnvel ekki trú á því og voru hræddir. Við höfum byrjað illa í þessu móti og það er líka rannsóknarefni af hverju við byrjum alltaf svona illa. Í hinum leikjunum vorum við oft að fá færi en í þessum leik var ekkert færi," sagði Kristján Arason. „Niklas Landin byrjar á því að verja og hreinlega lokar markinu. Menn verða hreinlega skíthræddir," sagði Guðjón Guðmundsson en Landin varði sjö fyrstu skot íslenska liðsins í leiknum. Kristján Arason klippti saman ráðleysislegar sóknar íslenska liðsins í leiknum. „Við vorum hvergi að fá færi af því að við vorum alltaf að spila inn á miðjuna. Það var ekkert teygt á vörninni. Þeir hljóta að hafa verið búnir að tala um þetta," sagði Kristján Arason. Strákarnir báru síðan saman sóknir íslenska liðsins við hraðar sóknir danska liðsins sem galopnuðu íslensku vörnina. „Danir eru með frábært lið og líkurnar voru kannski 70-30 okkur í óhag. Við hefðum þurft að leyfa þeim að skjóta meira fyrir utan og reyna frekar að þjappa vörnina fyrir innan punktalínu," sagði Kristján. „Það er sama hvert er litið á leik íslenska liðsins í þessu móti þá var þetta hreinasta hörmung. Vandamálið er það að þetta er ekki bara að gerast í mótinu. það er búið að vera aðdragandi að þessu öllu og menn verða að horfa á aðdragandann, leikina við Bosníu og Svartfjallaland. Leikmennirnir eru óöruggir og hræddir og maður þekkir ekki suma þessara leikmanna," sagði Guðjón Guðmundsson. Alla leikgreininguna í HM-kvöldinu má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan en þar má meðal annars hvar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, lét línumanninn sinn stilla sér upp í leiknum til að hjálpa útispilurum danska liðsins að teygja á íslensku vörninni.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira