Guðmundur: Að tapa er einhver versta tilfinning sem ég þekki Arnar Björnsson í Katar skrifar 28. janúar 2015 12:15 Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. Leikur Dana og Spánverja í 8-liða úrslitum á HM verður sögulegur. Hér mætast liðin sem léku til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Spánverjar rúlluðu yfir Danina og unnu með 16 marka mun, 35-19. Danir tefla nánast fram sama liði og frá úrslitaleiknum fyrir tveimur árum. Aðeins Kasper Nielsen og Nikolaj Markussen eru ekki með núna. Mads Mensah hjá Rhein-Neckar Löwen er í liðinu í miðri keppni, tók stöðu Michael Damgaard hjá Team Tvis Holstebro núna er sautjándi maður Dana. Næstu mótherjar ykkar eru ríkjandi heimsmeistarar. „Það verður mjög erfiður leikur. Ég er búinn að vera að skoða þá eins mikið og ég get. Þeir spila frábæra vörn og eru svakalega þéttir og reyna að vísa öllu inn á miðjuna og standa þar eins og stór múr. Við verðum að vera mjög klókir á móti þeim og spila góðan sóknarleik til að vinna leikinn," sagði Guðmundur. Varnarleikur Spánverja hefur ekki alltaf hentað danska liðinu? „Nei hann hefur ekki gert það. Danir fóru illa út úr úrslitaleiknum á HM 2013 þar sem þeir töpuðu með 16 marka mun. Það var ekki gott og við þurfum að læra af þeim leik og finna leiðir gegn þeim. Það er auðvitað margt búið að gerast frá þeim leik, nýir þjálfarar hjá báðum liðum. Þannig hafa orðið breytingar á báðum liðum," sagði Guðmundur. Þegar þú ræðir leikinn við Spánverja við þína menn, sérðu blik í augum þeirra og sigurvilja? „Já þeir trúa alltaf á sigur. Danir eru miklir sigurvegarar í sér. Það er mjög gaman að vinna með þeim. Þeir eru mjög faglegir og gefa sig alla í verkefnið. Þegar við undirbjuggum leikinn við Íslendinga voru allir leikmennirnir á fullu í því. Þeir skoða mikið myndbönd þar sem við erum búnir að greina leikinn og þeir ræða þetta mikið sín í milli sem mér finnst mjög ánægjulegt að upplifa," sagði Guðmundur. Þegar keppni lýkur, hvort sem það verður í næstu umferð eða að þið standið uppi sem meistarar, verður þú ekki þreyttasti maður hópsins? „Jú ég verð örugglega mjög þreyttur. Þetta er gríðarlegt álag og margir leikir. Það hefur ekki gert okkur auðveldara að spila svona seint á kvöldin. Ég hef þá minni tíma yfir daginn. En það er nú eins og það er maður er í þessar vinnu og ég vil gera þetta eins vel og ég get. Ég hef líka gaman að þessu. Þetta eru ákveðin forréttindi að starfa við þetta og þjálfa gott lið. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í heimsmeistarakeppni og maður getur bara hvílt sig seinna," sagði Guðmundur. En þér finnst ekkert gaman að tapa? „Nei það er einhver versta tilfinning sem ég þekki svo ég geri allt þess að forðast að tapa," sagði Guðmundur. Það má sjá allt viðtalið við danska landsliðsþjálfarann hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00 Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. 27. janúar 2015 13:30 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Íslandsbanar aldrei heimsmeistarar Sex lið hafa slegið Ísland út á HM en ekkert þeirra hefur náð að fara alla leið 28. janúar 2015 06:00 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. Leikur Dana og Spánverja í 8-liða úrslitum á HM verður sögulegur. Hér mætast liðin sem léku til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Spánverjar rúlluðu yfir Danina og unnu með 16 marka mun, 35-19. Danir tefla nánast fram sama liði og frá úrslitaleiknum fyrir tveimur árum. Aðeins Kasper Nielsen og Nikolaj Markussen eru ekki með núna. Mads Mensah hjá Rhein-Neckar Löwen er í liðinu í miðri keppni, tók stöðu Michael Damgaard hjá Team Tvis Holstebro núna er sautjándi maður Dana. Næstu mótherjar ykkar eru ríkjandi heimsmeistarar. „Það verður mjög erfiður leikur. Ég er búinn að vera að skoða þá eins mikið og ég get. Þeir spila frábæra vörn og eru svakalega þéttir og reyna að vísa öllu inn á miðjuna og standa þar eins og stór múr. Við verðum að vera mjög klókir á móti þeim og spila góðan sóknarleik til að vinna leikinn," sagði Guðmundur. Varnarleikur Spánverja hefur ekki alltaf hentað danska liðinu? „Nei hann hefur ekki gert það. Danir fóru illa út úr úrslitaleiknum á HM 2013 þar sem þeir töpuðu með 16 marka mun. Það var ekki gott og við þurfum að læra af þeim leik og finna leiðir gegn þeim. Það er auðvitað margt búið að gerast frá þeim leik, nýir þjálfarar hjá báðum liðum. Þannig hafa orðið breytingar á báðum liðum," sagði Guðmundur. Þegar þú ræðir leikinn við Spánverja við þína menn, sérðu blik í augum þeirra og sigurvilja? „Já þeir trúa alltaf á sigur. Danir eru miklir sigurvegarar í sér. Það er mjög gaman að vinna með þeim. Þeir eru mjög faglegir og gefa sig alla í verkefnið. Þegar við undirbjuggum leikinn við Íslendinga voru allir leikmennirnir á fullu í því. Þeir skoða mikið myndbönd þar sem við erum búnir að greina leikinn og þeir ræða þetta mikið sín í milli sem mér finnst mjög ánægjulegt að upplifa," sagði Guðmundur. Þegar keppni lýkur, hvort sem það verður í næstu umferð eða að þið standið uppi sem meistarar, verður þú ekki þreyttasti maður hópsins? „Jú ég verð örugglega mjög þreyttur. Þetta er gríðarlegt álag og margir leikir. Það hefur ekki gert okkur auðveldara að spila svona seint á kvöldin. Ég hef þá minni tíma yfir daginn. En það er nú eins og það er maður er í þessar vinnu og ég vil gera þetta eins vel og ég get. Ég hef líka gaman að þessu. Þetta eru ákveðin forréttindi að starfa við þetta og þjálfa gott lið. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í heimsmeistarakeppni og maður getur bara hvílt sig seinna," sagði Guðmundur. En þér finnst ekkert gaman að tapa? „Nei það er einhver versta tilfinning sem ég þekki svo ég geri allt þess að forðast að tapa," sagði Guðmundur. Það má sjá allt viðtalið við danska landsliðsþjálfarann hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00 Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. 27. janúar 2015 13:30 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Íslandsbanar aldrei heimsmeistarar Sex lið hafa slegið Ísland út á HM en ekkert þeirra hefur náð að fara alla leið 28. janúar 2015 06:00 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira
Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00
Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. 27. janúar 2015 13:30
Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16
Íslandsbanar aldrei heimsmeistarar Sex lið hafa slegið Ísland út á HM en ekkert þeirra hefur náð að fara alla leið 28. janúar 2015 06:00