Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2015 13:48 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig. HM 2015 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Katar er komið í undanúrslit á HM í handbolta í fyrsta sinn eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum í Lusail Sports Arena í dag. Þetta var fyrsta tap Dags Sigurðssonar og lærisveina hans í þýska liðinu á mótinu en þeir eiga þó eftir að leika tvo leiki á HM. Á föstudaginn mæta þeir Króatíu í leik um réttinn til að leika um 5. sætið. Á laugardaginn leikur Þýskaland svo annað hvort um 5. eða 7. sætið. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, spiluðu sterka og hreyfanlega vörn sem Þjóðverjar áttu í miklum vandræðum með að leysa. Þýska liðið fékk fá mörk utan af velli og gekk erfiðlega að opna hornin og línuna. Katarar spiluðu árangursríkan sóknarleik þar sem Svartfellingurinn Zarko Markovic var í aðalhlutverki. Þessi öfluga örvhenta skytta skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og átti auk þess fjöldan allan af sendingum inn á Borja Vidal á línunni, sem skiluðu annað hvort mörkum eða vítaköstum. Katar náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 16-9, þegar Kúbumaðurinn Rafael Capote skoraði sitt fjórða mark. Þjóðverjar áttu hins vegar ágætis endasprett og skoruðu fimm af sjö síðustu mörkum fyrri hálfleiks, en staðan var 18-14, Katar í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel, vörnin var miklu mun betri en í fyrri hálfleik og lærisveinar Dags breyttu stöðunni úr 20-15 í 20-19. Eins marks munur og um 20 mínútur eftir af leiknum. Lengra komust Þjóðverjar hins vegar ekki. Katarar hægðu á leiknum, spiluðu gríðarlega langar sóknir og komust upp með það. Þjóðverjar þurftu að standa lengi í vörn hverju sinni og botninn datt úr leik þeirra. Heimamenn héldu Þjóðverjar jafnan í 2-3 marka fjarlægð það sem eftir lifði leiks. Sóknarleikur þýska liðsins hrökk í baklás á lokakafla leiksins og ekki bætti úr skák að Danijel Saric kom aftur í mark Katar og fór að verja eins og óður maður. Svo fór að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 26-24, og eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Póllandi. Capote var markahæstur í liði Katar með átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Markovic kom næstur með sex mörk auk þess sem hann átti fjölda stoðsendinga. Saric varði níu skot í markinu, flest á lokakaflanum. Uwe Gensheimer skoraði fimm mörk fyrir Þjóðverja en hefur oft látið meira að sér kveða. Félagi hans í hægra horninu, Patrick Groetzki, kom næstur með fjögur mörk. Silvio Heinevetter kom í markið um miðjan fyrri hálfleik og varði vel, alls tólf skot, eða 43% af þeim skotum sem hann fékk á sig.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira