Þjóðverjar hafa ekki áhyggjur af dómgæslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2015 15:15 Vísir/Getty Samsæriskenningar hafa verið á lofti um að dómarar eigi að sjá til þess að landslið Katar nái eins langt og mögulegt er hér á HM í handbolta. Dómgæslan í leik Katar og Austurríkis fékk mikla athygli enda þótti mörgum verulega hallað á lærisveina Patreks Jóhannessonar í austurríska liðinu. „Manni hefur verið kennt frá því í æsku að sækja alltaf að markinu. Svo þegar maður sótti að markinu í kvöld var dæmt á mann í annað hvert skiptið. Þá var erfitt að halda ró sinni og spila handbolta,“ sagði Viktor Szilagyi, fyririliði austurríska liðsins, í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Sjá einnig: Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Þetta sama kvöld var Króatía að keppa við Brasilíu í 16-liða úrslitum keppninnar en dómarar þess leiks voru frá Katar. Króatískir blaðamenn hér í Doha veltu því fyrir sér hvort að dómarar landanna, Króatíu og Katar, hafa haft samstarf um að dæma þessum tveimur liðum í hag. Þeir þýsku blaðamenn sem ofanritaður hefur rætt við í aðdraganda leiks Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum hafa ekki áhyggjur af dómgæslunni. Dómarapar frá Makedóníu, Gjorgi Nachevski og Slave Nikolov, hefur verið sett á leikinn en þeir segja það engu máli breyta.Sjá einnig: HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM „Við höfum trú á því að Þýskaland vinni miðað við spilamennsku liðsins í síðustu leikjum. Þetta verður þó erfiður leikur,“ sagði blaðamaður að nafni Martin í samtali við Vísi. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. 23. janúar 2015 18:23 Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Samsæriskenningar hafa verið á lofti um að dómarar eigi að sjá til þess að landslið Katar nái eins langt og mögulegt er hér á HM í handbolta. Dómgæslan í leik Katar og Austurríkis fékk mikla athygli enda þótti mörgum verulega hallað á lærisveina Patreks Jóhannessonar í austurríska liðinu. „Manni hefur verið kennt frá því í æsku að sækja alltaf að markinu. Svo þegar maður sótti að markinu í kvöld var dæmt á mann í annað hvert skiptið. Þá var erfitt að halda ró sinni og spila handbolta,“ sagði Viktor Szilagyi, fyririliði austurríska liðsins, í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Sjá einnig: Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Þetta sama kvöld var Króatía að keppa við Brasilíu í 16-liða úrslitum keppninnar en dómarar þess leiks voru frá Katar. Króatískir blaðamenn hér í Doha veltu því fyrir sér hvort að dómarar landanna, Króatíu og Katar, hafa haft samstarf um að dæma þessum tveimur liðum í hag. Þeir þýsku blaðamenn sem ofanritaður hefur rætt við í aðdraganda leiks Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum hafa ekki áhyggjur af dómgæslunni. Dómarapar frá Makedóníu, Gjorgi Nachevski og Slave Nikolov, hefur verið sett á leikinn en þeir segja það engu máli breyta.Sjá einnig: HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM „Við höfum trú á því að Þýskaland vinni miðað við spilamennsku liðsins í síðustu leikjum. Þetta verður þó erfiður leikur,“ sagði blaðamaður að nafni Martin í samtali við Vísi.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. 23. janúar 2015 18:23 Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09
Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. 23. janúar 2015 18:23
Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48