Nyegaard: Hvar eru ungu mennirnir í íslenska liðinu? Arnar Björnsson skrifar 28. janúar 2015 18:45 Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný." HM 2015 í Katar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari, er sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Hann er búinn að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu í mörg ár og hrifist af. Hann óttast að nú séu ákveðin tímamót. Íslendingar gætu verið að missa af lestinni, meira fjármagn þarf í handboltann á Íslandi og hreyfingin þarf að ná í fleiri iðkendur líkt og Danir hafa gert á undanförnum árum. Nyegaard sagði þetta eftir leik Íslendinga og Dana. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að þetta varð aldrei neinn leikur vegna þess að Íslendingar höfðu ekki erindi sem erfiði. Því miður gat Aron Pálmarsson ekki spilað og Íslendingar höfðu því ekki nógu góð spil á hendi. Við sem lýstum leiknum ræddum það í lýsingunni að íslenska liðið væri orðið of gamalt. Hvar eru ungu mennirnir“? Óttastu að hér séu ákveðin tímamót hjá íslenska landsliðinu? „Ég óttast það. Ef við skoðum leikmennina sem léku gegn Dönum þá voru lykilmennirnir sem léku allan leikinn flestir komnir yfir þrítugt. Þetta er of mikið en þessir strákar hafa afrekað mikið á síðustu 10 árum. Við Danir höfum úr fleiri leikmönnum að velja. Ef við skoðum danska liðið að þá eru leikmennirnir á aldrinum 22-24 ára. Reyndustu leikmennirnir eru varamenn, Bo Spellerberg og Henrik Möllgaard. Þetta eru leikmenn sem þjálfarinn þarf ekki að reiða sig á í hverjum leik“. Hver gæti verið lausnin fyrir okkur Íslendinga? „Aðalatriðið er að fá fleiri börn og unglinga til að æfa og spila handbolta. Ég veit að áhuginn á handbolta er mikill á Íslandi en hann þarf að vera meiri. Þrátt fyrir að bæði karla og kvennalandsliðunum hafi vegnað vel að þá settu allan hagnað ef Evrópumótinu í fyrra í íþróttina, 15 milljónir danskra króna. Þjóðverjar fóru eins að þegar þeir héldu keppnina 2007. Nú eru reglurnar þannig í Þýskalandi að félögin í þýsku úrvalsdeildinni verða að setja ákveðinn hluta tekna sinna í unglingastarfið. Svarið við spurningunni er því, peningar, meiri áhugi og fleiri börn sem spila handbolta er eina leiðin til að komast á réttan kjöl á ný."
HM 2015 í Katar Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira