Nöddesbo: Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel Arnar Björnsson í Katar skrifar 29. janúar 2015 17:00 Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira