Nöddesbo: Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel Arnar Björnsson í Katar skrifar 29. janúar 2015 17:00 Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira
Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti