Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. janúar 2015 23:38 Bathily lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. Vísir/AFP Maður sem faldi hóp fólks, þar á meðal barn, í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar þar sem Amedy Coulibaly réðist vopnaður inn og hélt fólki í gíslingu er fagnað sem hetju. Maðurinn, hinn 24 ára gamli múslími Lassana Bathily, hætti lífi sínu til að koma fólkinu í felur. „Þegar þau komu hlaupandi niður opnaði ég dyrnar að kæligeymslunni,“ sagði hann í samtali við franska sjónvarpsstöð. Bathily segist hafa slökkt ljósin og á kælinum sjálfum, sagt þeim að halda ró sinni og að vera þögul. Hann lokaði svo fólkið inni í frystinum og fór sjálfur upp í búðina. Lögreglan hélt að Bathily væri í slagtogi með Coulibaly þegar hann náði að sleppa í gegnum vörulyftu. „Þau sögðu við mig: „leggstu á jörðina, hendur ofan á höfuð.“ Þau handjárnuðu mig og héldu mér í fjóra og hálfan tíma eins og ég væri með þeim,“ sagði hann. Eftir að hafa verið leystur úr haldi gat hann gefið lögreglu upplýsingar um verslunina og hvar fólk væri í felum. Eftir að umsátrinu lauk komu margir af þeim sem Bathily hafði hjálpað og þökkuðu honum fyrir. „Þegar þau komu út þá þökkuðu þau mér,“ sagði hann. Fjölmargir hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Bathily verði veitt viðurkenning fyrir að sýna slíkt hugrekki að hjálpa fólkinu í búðinni. Fjórir létu lífið þegar Coulibaly réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum en hann féll sjálfur í aðgerðum lögreglu þegar hún batt enda á gíslatökuna. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Leitin að Boumeddiene heldur áfram Grunuð um aðild að voðaverkunum í París. 10. janúar 2015 17:57 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Maður sem faldi hóp fólks, þar á meðal barn, í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar þar sem Amedy Coulibaly réðist vopnaður inn og hélt fólki í gíslingu er fagnað sem hetju. Maðurinn, hinn 24 ára gamli múslími Lassana Bathily, hætti lífi sínu til að koma fólkinu í felur. „Þegar þau komu hlaupandi niður opnaði ég dyrnar að kæligeymslunni,“ sagði hann í samtali við franska sjónvarpsstöð. Bathily segist hafa slökkt ljósin og á kælinum sjálfum, sagt þeim að halda ró sinni og að vera þögul. Hann lokaði svo fólkið inni í frystinum og fór sjálfur upp í búðina. Lögreglan hélt að Bathily væri í slagtogi með Coulibaly þegar hann náði að sleppa í gegnum vörulyftu. „Þau sögðu við mig: „leggstu á jörðina, hendur ofan á höfuð.“ Þau handjárnuðu mig og héldu mér í fjóra og hálfan tíma eins og ég væri með þeim,“ sagði hann. Eftir að hafa verið leystur úr haldi gat hann gefið lögreglu upplýsingar um verslunina og hvar fólk væri í felum. Eftir að umsátrinu lauk komu margir af þeim sem Bathily hafði hjálpað og þökkuðu honum fyrir. „Þegar þau komu út þá þökkuðu þau mér,“ sagði hann. Fjölmargir hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Bathily verði veitt viðurkenning fyrir að sýna slíkt hugrekki að hjálpa fólkinu í búðinni. Fjórir létu lífið þegar Coulibaly réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum en hann féll sjálfur í aðgerðum lögreglu þegar hún batt enda á gíslatökuna.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Leitin að Boumeddiene heldur áfram Grunuð um aðild að voðaverkunum í París. 10. janúar 2015 17:57 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29
Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44
Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33