Innlent

Ingi Freyr hættur hjá DV

Samúel Karl Ólason skrifar
Ingi Freyr Vilhjálmsson.
Ingi Freyr Vilhjálmsson. Vísir/Pjetur
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ritstjórnarfulltrúi DV, hefur sagt upp störfum sínum. Þetta staðfestir hann við Vísis. Ingi Freyr hefur starfað frá Svíþjóð síðustu ár. Kjarninn greindi fyrst frá málinu.

Margir blaðamenn og starfsmenn DV hafa hætt störfum eftir að nýir eigendur tóku við miðlinum í desember. 

Nýlega hættu þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon einnig, eins og sagt hefur verið frá á Vísi. Þeir tveir sögðu breytingar á DV vera ástæðu uppsagna sinna.

Þau Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir voru nýlega ráðin sem ritstjórar hjá DV í stað Hallgríms Thorsteinssonar. Auk þess var Hörður Ægisson ráðinn viðskiptafréttastjóri.


Tengdar fréttir

Framsóknartengsl „helbert kjaftæði“

Eggert Skúlason svarar gagnrýni Jóhanns Páls Jóhannssyni og útskýrir hvers vegna fréttaskýring um Framsóknarflokkinn var færð í flokkinn "Skrýtið“.

Jón Bjarki hættur á DV

Jón Bjarki fór mikinn í lekamálinu ásamt félaga sínum Jóhanni Páli Jóhannssyni sem sagði upp störfum fyrr í vikunni.

Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar

Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins.

Jóhann Páll hættur á DV

„Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×