Bullandi ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks um ESB og landbúnaðinn Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2015 13:49 Umbúðalaus ummæli Vilhjálms hafa stuðað margan manninn, ekki síst samherja hans á þingi: Harald Benediktsson sem veit ekki á hvaða vegverð Vilhjálmur er. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær og hann var afdráttarlaus í tali um stöðu landbúnaðarins, taldi þetta ekki alvöru atvinnugrein og fráleitt væri að hann réði afstöðu manna til aðildarviðræðna við ESB. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi er jafnframt fyrrum formaður Bændasamtakanna.Landbúnaður ekki alvöru atvinnugrein Haraldi þykir afstaða Vilhjálms til landbúnaðarins að vonum fremur hráslagaleg. En, hvað sagði Vilhjálmur? „Landbúnaður er, eftir því hvernig er reiknað, eitt og hálft prósent af landsframleiðslu. Og skiptir í rauninni ekki máli. Og, hlutdeild landbúnaðar í landsframleiðslu hefur minnkað á undanförnum árum og mun minnka. Staðan í sauðfjárbúskap er með þeim hætti í dag að 97 prósent af tekjum sauðfjárbænda, eftir að búið er að greiða breytilegan kostnað upp; í laun og fastan kostnað, 97 prósent af þeim greiðslum koma í beingreiðslum. Og þetta getur varla talist atvinnuvegur,“ segði Vilhjálmur meðal annars. Eins og geta má nærri súpa bændur, stuðningsmenn og fulltrúar þeirra, hveljur við þessu afdráttarleysi. Haraldur er einn þeim.Veit ekki á hvaða vegferð Vilhjálmur er „Ég tek þessi ummæli hans ekki alvarlega, þau eru alla veganna ekki í neinu samhengi við eða grundvölluð á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sem hefur litið landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar í landinu sömu augum og gengisfellir hann ekki frekar en aðrar atvinnugreinar. Flokkurinn hefur með stefnu sinni og athöfnum staðið einarður á bak við atvinnugreinina landbúnað og mun gera áfram.“En er þetta ekki einfaldlega rétt hjá Vilhjálmi, eru þetta ekki sannar tölur sem hann byggir á? „Það er hægt að kokka tölur með allskonar hætti. Kannski dregur hann það fram að það sé einfaldlega ekki nógu hátt verð á lambakjöti, ef hann ætlar að kokka tölurnar upp með þessum hætti. Þá myndi þetta hlutfall hans væntanlega lækka, ef verðið væri hærra. En, ég veit ekki á hvaða vegferð Vilhjálmur er, að skella slíkum ummælum framan í eina atvinnugrein. Hann verður bara að eiga þetta við sig.“ Ummælin eru sett fram í umræðuna um aðildarviðræður við ESB. Mörgum Sjálfstæðismönnum er í mun að þeim viðræðum verði slitið umsvifalaust á þessu þingi, þar á meðal Haraldi. Varla þarf að minna á að þegar Gunnar Bragi Sveinsson lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis á haustþinginu varð allt brjálað, mikil mótmæli á Austurvelli; af hverju er ykkur svona mjög í mun að fara út í þann slag aftur? „Í þessari umræðu eru menn alltaf að gleyma aðalatriðunum, og þau eru þessi að aðildar- eða aðlögunarferlið, strandaði 2011. Það kom ekki rýniskýrsla um sjávarútvegskaflann frá Evrópusambandinu. Til að hún komi verða menn að taka til dæmis aðra nálgun á sjávarútveg en hefur verið almenn samstaða um hér á landi, og það er bara staðreynd málsins. Við erum ekkert betur sett að liggja áfram með einhverja dauða aðildarumsókn einhvers staðar á bak við hús. Það held ég að sé langhreinlegast og eðlilegast að taka umsóknina til baka og ef menn vilja sækja um aftur, þá hafa þeir væntanlega lært af þessu: Að það þarf annan aðdraganda.“Haraldur vísar í Landfundarályktanir spurður um afstöðu forystumanna í aðdraganda kosninga.Orð í kosningabaráttu aukaatriðiEn, nú brýtur þetta í bága við það sem fram kom í máli gervallrar forystusveitar Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu kosninga. Skiptir það ekki máli? „Þetta er bara, í mínum huga, staðreynd sem menn eru alltaf að forðast að ræða, hvernig sótt var um, hvernig aðildarferillinn gekk fram, þetta er fyrst og fremst á ábyrgð og verk fyrrverandi ríkisstjórnar. Það er ekki þessum ríkisstjórnarflokkum að þakka að aðildar- og aðlögunarferlið strandaði. Menn komast ekkert fram hjá því að ræða hvað gerðist í þessu ferli og ef þeir ætla að halda þessu áfram þá verða þeir að taka á því með réttum hætti.“Jájá, það var ekki spurningin. Sjálfstæðisflokkurinn var kosinn á þing meðal annars með þessum formerkjum, að þessi væri stefnan, í þessu tiltekna máli. Nú er um algera vendingu að ræða og stefnan allt önnur. Hér er spurt um lýðræðislegt umboð? „Nei, þetta er engin stefnubreyting af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur skýrt fram í Landsfundarályktun flokksins...“Jájá, en það er fyrirliggjandi að í kosningabaráttunni voru allir forystumenn Sjálfstæðisflokksins afdráttarlausir í því að boða að kosið yrði um áframhald viðræðna, ekki að þeim yrði slitið og svo yrði kosið um hvort þær yrðu teknar upp aftur. Hér er ég að spyrja, og spyr aftur, um leikreglur lýðræðisins? „Sko, nú ert þú sem fréttamaður að túlka stefnu Sjálfstæðisflokksins, flokks sem ég bauð mig fram á vegum. Og hlaut kosningu fyrir. Við getum í sjálfu sér skattyrst um það, en þetta er skýr afstaða Sjálfstæðisflokksins, að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins.“ Spurningin snýr að því hvernig við berum okkur að í lýðræðisferlinu? „Það er bara algjörlega ljóst að þegar þú segir að hagsmunum sé betur borgið utan Evrópusambandsins, þá sækir þú ekki um. Eða heldur áfram aðlögunarferli.“Já, þú getur verið þeirrar skoðunar, en jafnframt þeirrar að sú ákvörðun verði borin undir þjóðina hvort viðræðum verði fram haldið eða slitið? „Sko, meginmistökin eru þessi að í upphafi er lagt af stað með aðildarumsókn og það er felld tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu. Menn hefðu staðið mun sterkari ef þeir hefðu spurt þjóðina og haft skýrt umboð frá henni. Síðan komu kosningar og stjórnarflokkarnir sem kosnir eru frá. Þegar þeir eru kosnir frá hefur aðildarferlið raunverulega legið niðri í marga mánuði. Það verður ekki endurvakið nema menn breyti um kúrs, meðal annars í afstöðu til sjávarútvegsins. Menn eru aldrei að taka þá umræðu, það er þá kannski rétt að menn geri það og kjósi svo á nýjan leik.“Óafgreidd umsókn gæti eyðilagt næsta Landsfund Nú er vitað að þetta mál er umdeilt og menn muna mótmælin fyrir nokkrum mánuðum vegna þessa máls, er til vinnandi að fara í þann slag aftur? Eru ekki ýmis önnur mál mikilvægari sem vert er að huga að? „Þetta verður alltaf mjög viðkvæmt og umdeilt mál. Það er það í öllum þeim löndum sem þessi umræða hefur farið fram. Og, er það til vinnandi, er það áhættunnar virði? Ég tel það mikilvægt að við komum þessu máli endanlega aftur fyrir okkur. Ég held, og það er mín tilfinning, að til dæmis Sjálfstæðisflokkur á næsta Landsfundi með aðildarumsóknina ennþá liggjandi, verði erfiður Landsfundur. Við verðum einnig að horfa til þess.“Já, einmitt. En, mun þetta ekki trufla vinnu við önnur mikilvægari mál svo sem aðgerðir gegn gjaldeyrishöftum? „Við getum svarað því þannig að það væri langbest ef við hefðum verið búin að setja þetta aftur fyrir okkur. En, það er ekki búið og það verður einhvern tíma að taka enda. Auðvitað truflar þetta öll mál og þess vegna er mikilvægt að klára þetta.“ Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær og hann var afdráttarlaus í tali um stöðu landbúnaðarins, taldi þetta ekki alvöru atvinnugrein og fráleitt væri að hann réði afstöðu manna til aðildarviðræðna við ESB. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi er jafnframt fyrrum formaður Bændasamtakanna.Landbúnaður ekki alvöru atvinnugrein Haraldi þykir afstaða Vilhjálms til landbúnaðarins að vonum fremur hráslagaleg. En, hvað sagði Vilhjálmur? „Landbúnaður er, eftir því hvernig er reiknað, eitt og hálft prósent af landsframleiðslu. Og skiptir í rauninni ekki máli. Og, hlutdeild landbúnaðar í landsframleiðslu hefur minnkað á undanförnum árum og mun minnka. Staðan í sauðfjárbúskap er með þeim hætti í dag að 97 prósent af tekjum sauðfjárbænda, eftir að búið er að greiða breytilegan kostnað upp; í laun og fastan kostnað, 97 prósent af þeim greiðslum koma í beingreiðslum. Og þetta getur varla talist atvinnuvegur,“ segði Vilhjálmur meðal annars. Eins og geta má nærri súpa bændur, stuðningsmenn og fulltrúar þeirra, hveljur við þessu afdráttarleysi. Haraldur er einn þeim.Veit ekki á hvaða vegferð Vilhjálmur er „Ég tek þessi ummæli hans ekki alvarlega, þau eru alla veganna ekki í neinu samhengi við eða grundvölluð á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sem hefur litið landbúnað eins og aðrar atvinnugreinar í landinu sömu augum og gengisfellir hann ekki frekar en aðrar atvinnugreinar. Flokkurinn hefur með stefnu sinni og athöfnum staðið einarður á bak við atvinnugreinina landbúnað og mun gera áfram.“En er þetta ekki einfaldlega rétt hjá Vilhjálmi, eru þetta ekki sannar tölur sem hann byggir á? „Það er hægt að kokka tölur með allskonar hætti. Kannski dregur hann það fram að það sé einfaldlega ekki nógu hátt verð á lambakjöti, ef hann ætlar að kokka tölurnar upp með þessum hætti. Þá myndi þetta hlutfall hans væntanlega lækka, ef verðið væri hærra. En, ég veit ekki á hvaða vegferð Vilhjálmur er, að skella slíkum ummælum framan í eina atvinnugrein. Hann verður bara að eiga þetta við sig.“ Ummælin eru sett fram í umræðuna um aðildarviðræður við ESB. Mörgum Sjálfstæðismönnum er í mun að þeim viðræðum verði slitið umsvifalaust á þessu þingi, þar á meðal Haraldi. Varla þarf að minna á að þegar Gunnar Bragi Sveinsson lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis á haustþinginu varð allt brjálað, mikil mótmæli á Austurvelli; af hverju er ykkur svona mjög í mun að fara út í þann slag aftur? „Í þessari umræðu eru menn alltaf að gleyma aðalatriðunum, og þau eru þessi að aðildar- eða aðlögunarferlið, strandaði 2011. Það kom ekki rýniskýrsla um sjávarútvegskaflann frá Evrópusambandinu. Til að hún komi verða menn að taka til dæmis aðra nálgun á sjávarútveg en hefur verið almenn samstaða um hér á landi, og það er bara staðreynd málsins. Við erum ekkert betur sett að liggja áfram með einhverja dauða aðildarumsókn einhvers staðar á bak við hús. Það held ég að sé langhreinlegast og eðlilegast að taka umsóknina til baka og ef menn vilja sækja um aftur, þá hafa þeir væntanlega lært af þessu: Að það þarf annan aðdraganda.“Haraldur vísar í Landfundarályktanir spurður um afstöðu forystumanna í aðdraganda kosninga.Orð í kosningabaráttu aukaatriðiEn, nú brýtur þetta í bága við það sem fram kom í máli gervallrar forystusveitar Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu kosninga. Skiptir það ekki máli? „Þetta er bara, í mínum huga, staðreynd sem menn eru alltaf að forðast að ræða, hvernig sótt var um, hvernig aðildarferillinn gekk fram, þetta er fyrst og fremst á ábyrgð og verk fyrrverandi ríkisstjórnar. Það er ekki þessum ríkisstjórnarflokkum að þakka að aðildar- og aðlögunarferlið strandaði. Menn komast ekkert fram hjá því að ræða hvað gerðist í þessu ferli og ef þeir ætla að halda þessu áfram þá verða þeir að taka á því með réttum hætti.“Jájá, það var ekki spurningin. Sjálfstæðisflokkurinn var kosinn á þing meðal annars með þessum formerkjum, að þessi væri stefnan, í þessu tiltekna máli. Nú er um algera vendingu að ræða og stefnan allt önnur. Hér er spurt um lýðræðislegt umboð? „Nei, þetta er engin stefnubreyting af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur skýrt fram í Landsfundarályktun flokksins...“Jájá, en það er fyrirliggjandi að í kosningabaráttunni voru allir forystumenn Sjálfstæðisflokksins afdráttarlausir í því að boða að kosið yrði um áframhald viðræðna, ekki að þeim yrði slitið og svo yrði kosið um hvort þær yrðu teknar upp aftur. Hér er ég að spyrja, og spyr aftur, um leikreglur lýðræðisins? „Sko, nú ert þú sem fréttamaður að túlka stefnu Sjálfstæðisflokksins, flokks sem ég bauð mig fram á vegum. Og hlaut kosningu fyrir. Við getum í sjálfu sér skattyrst um það, en þetta er skýr afstaða Sjálfstæðisflokksins, að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins.“ Spurningin snýr að því hvernig við berum okkur að í lýðræðisferlinu? „Það er bara algjörlega ljóst að þegar þú segir að hagsmunum sé betur borgið utan Evrópusambandsins, þá sækir þú ekki um. Eða heldur áfram aðlögunarferli.“Já, þú getur verið þeirrar skoðunar, en jafnframt þeirrar að sú ákvörðun verði borin undir þjóðina hvort viðræðum verði fram haldið eða slitið? „Sko, meginmistökin eru þessi að í upphafi er lagt af stað með aðildarumsókn og það er felld tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu. Menn hefðu staðið mun sterkari ef þeir hefðu spurt þjóðina og haft skýrt umboð frá henni. Síðan komu kosningar og stjórnarflokkarnir sem kosnir eru frá. Þegar þeir eru kosnir frá hefur aðildarferlið raunverulega legið niðri í marga mánuði. Það verður ekki endurvakið nema menn breyti um kúrs, meðal annars í afstöðu til sjávarútvegsins. Menn eru aldrei að taka þá umræðu, það er þá kannski rétt að menn geri það og kjósi svo á nýjan leik.“Óafgreidd umsókn gæti eyðilagt næsta Landsfund Nú er vitað að þetta mál er umdeilt og menn muna mótmælin fyrir nokkrum mánuðum vegna þessa máls, er til vinnandi að fara í þann slag aftur? Eru ekki ýmis önnur mál mikilvægari sem vert er að huga að? „Þetta verður alltaf mjög viðkvæmt og umdeilt mál. Það er það í öllum þeim löndum sem þessi umræða hefur farið fram. Og, er það til vinnandi, er það áhættunnar virði? Ég tel það mikilvægt að við komum þessu máli endanlega aftur fyrir okkur. Ég held, og það er mín tilfinning, að til dæmis Sjálfstæðisflokkur á næsta Landsfundi með aðildarumsóknina ennþá liggjandi, verði erfiður Landsfundur. Við verðum einnig að horfa til þess.“Já, einmitt. En, mun þetta ekki trufla vinnu við önnur mikilvægari mál svo sem aðgerðir gegn gjaldeyrishöftum? „Við getum svarað því þannig að það væri langbest ef við hefðum verið búin að setja þetta aftur fyrir okkur. En, það er ekki búið og það verður einhvern tíma að taka enda. Auðvitað truflar þetta öll mál og þess vegna er mikilvægt að klára þetta.“
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira