Alþjóðahandboltasambandið ætlar að bjóða þremur getspökum handboltaáhugamönnum eða konum draumaferð á úrslitaleikinn á HM í handbolta en heimsmeistaramótið verður sett í Katar á fimmtudagskvöldið.
Á heimasíðu IHF, Alþjóðahandboltasambandsins, segir frá skemmtilegum leik á vegum sambandsins þar sem fólk getur giskað á úrslit leikja á heimsmeistaramótinu.
Menn giska á alla leiki og safna sér stigum með því að vera með rétt úrslit. Það verður síðan hægt að fylgjast með gangi mála á heimasíðunni.
"Spáfólkið" sem tekur þátt í leiknum fær bæði stig fyrir réttan sigurvegara og réttan markamun í leikjunum. Þátttakendur fá fimm stig fyrir að giska á réttan sigurvegara (eða jafntefli) og tíu stig í viðbót fyrir að vera með réttan markamun.
Það er hægt að skrá sig í leikinn hér og sjá yfirlit yfir reglurnar með því að smella hér.
Þrír efstu í leiknum fá mynd af sér á heimasíðu IHF og boð í draumaferð til Katar á úrslitaleikinn og leikinn um þriðja sætið sem fara fram sunnudaginn 1. febrúar.
Getspakir geta unnið draumaferð á úrslitaleikinn á HM í Katar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn