Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 15. janúar 2015 11:53 Guðjón Valur og hinir strákarnir í landsliðinu þurftu að gefa mótshöldurum handarfarið sitt hér í Katar. Vísir/Eva Björk Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsin, var kátur þegar Vísir hitti á hann á hóteli íslenska liðsins hér í Doha í Katar. „Þetta er fínt hótel. Maturinn er góður og hér er allt í góðum gír held ég. Það er engin ferðaþreyta í okkur - við erum bæði búnir að sofa vel og æfa,“ sagði hann en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Guðjón Valur missti af æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð um síðustu helgi þar sem að hann þurfi að fara til síns heima í Barcelona með skömmum fyrirvara vegna veikinda sonar síns. „Þetta er alls ekki tilvalin undirbúningur en þetta er annað skiptið í röð sem ég lendi í þessu. Ég var meiddur fyrir EM í Danmörku í fyrra og tók bara síðustu æfinguna fyrir mót áður en ég spilaði svo mótið,“ segir hann. „En sonur minn lá veikur á spítala og ég sagði að ég kæmi ekkert fyrr en að hann kæmi út. Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta.“ „Ég veit hvaða starf ég á að vinna og hvað ég á að gera. Við höldum því áfram eins og hingað til,“ segir hann og bætir við að drengnum heilsast vel. Guðjón Valur svaraði einnig spurningum um sænska liðið en Ísland mætir Svíum í fyrsta leik Íslands í keppninni á morgun. „Það fylgir því alltaf sérstakur fiðringur að spila við hinar Norðurlandaþjóðirnar og Svíar eru með gott lið. Þetta eru hraðir leikir og ofsalega gaman að spila við Svía þó svo að þeir séu erfiðir við að eiga.“ Hann segir að vægi leiksins sé mikið, enda fyrsti leikurinn í riðlinum. „Það er klárt mál að við erum að berjast við Svía um sæti þó svo að við teljum okkur geta unnið alla - líka Frakka. En það er gríðarlega mikilvægt að koma sterkt inn í mót og senda ákveðin skilboð. Það viljum við gera með því að vinna Svía sem er spáð góðu gangi.“ „Við viljum stuða þá og láta þá horfa í rassgatið á okkur heldur en að við séum að elta þá. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsin, var kátur þegar Vísir hitti á hann á hóteli íslenska liðsins hér í Doha í Katar. „Þetta er fínt hótel. Maturinn er góður og hér er allt í góðum gír held ég. Það er engin ferðaþreyta í okkur - við erum bæði búnir að sofa vel og æfa,“ sagði hann en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Guðjón Valur missti af æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð um síðustu helgi þar sem að hann þurfi að fara til síns heima í Barcelona með skömmum fyrirvara vegna veikinda sonar síns. „Þetta er alls ekki tilvalin undirbúningur en þetta er annað skiptið í röð sem ég lendi í þessu. Ég var meiddur fyrir EM í Danmörku í fyrra og tók bara síðustu æfinguna fyrir mót áður en ég spilaði svo mótið,“ segir hann. „En sonur minn lá veikur á spítala og ég sagði að ég kæmi ekkert fyrr en að hann kæmi út. Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta.“ „Ég veit hvaða starf ég á að vinna og hvað ég á að gera. Við höldum því áfram eins og hingað til,“ segir hann og bætir við að drengnum heilsast vel. Guðjón Valur svaraði einnig spurningum um sænska liðið en Ísland mætir Svíum í fyrsta leik Íslands í keppninni á morgun. „Það fylgir því alltaf sérstakur fiðringur að spila við hinar Norðurlandaþjóðirnar og Svíar eru með gott lið. Þetta eru hraðir leikir og ofsalega gaman að spila við Svía þó svo að þeir séu erfiðir við að eiga.“ Hann segir að vægi leiksins sé mikið, enda fyrsti leikurinn í riðlinum. „Það er klárt mál að við erum að berjast við Svía um sæti þó svo að við teljum okkur geta unnið alla - líka Frakka. En það er gríðarlega mikilvægt að koma sterkt inn í mót og senda ákveðin skilboð. Það viljum við gera með því að vinna Svía sem er spáð góðu gangi.“ „Við viljum stuða þá og láta þá horfa í rassgatið á okkur heldur en að við séum að elta þá.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02
Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41