Frakkar unnu þriggja marka sigur á Tékkum, 30-27, í hinum kvöldleiknum í riðli Íslands. Frakkar voru sjö mörkum yfir í hálfleik og góð tök á leiknum nær allan tímann.
Nikola Karabatic og Michaël Guigou skoruðu báðir sjö mörk fyrir franska liðið og voru markahæstir en Pavel Horak skoraði átta mörk fyrir tékkneska liðið.
Tékkar komust í 1-0 og 2-1 en þá komu fjögur frönsk mörk í röð. Tékkar náðu að jafna aftur í 6-6 en annar frábær sprettur Frakka með fimm mörk í röð skilaði franska liðinu 11-6 forystu. Frakkar voru síðan sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-9.
Frakkar voru með öruggt forskot í seinni hálfleiknum og voru sex mörkum yfir, 29-23, þegar sex mínútur voru eftir.
Tékkar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og löguðu aðeins stöðuna en sigur franska liðsins var aldrei í hættu.
Öruggur sigur Frakka - Tékkar löguðu stöðuna í lokin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn