Gerir skúlptúra úr neonlituðum límmiðum 17. janúar 2015 15:00 Mynd af verkinu Hrúga I, sem er einn skúlptúranna á sýningunni. Mynd/Helga Sif Guðmundsdóttir Listamaðurinn Helga Sif Guðmundsdóttir opnar í dag sýninguna INFINITE í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin samanstendur af innsetningu og skúlptúrum. Innsetningin er gerð úr plastfilmu og timbri en skúlptúrarnir úr neonlituðum límmiðum. Skúlptúrarnir eru forvitnilegir en þá segir Helga vera á mörkum þess að vera tvívíð verk. „Ég nota sjálft efnið til að framkalla birtu eða endurkast án þess þó að nota nokkuð nema það sjálft. Ég reyni að láta efnið stjórna ferðinni og hef sem minnst áhrif á það að öðru leyti en því að draga fram eðli þess sem í þessu tilfelli er endurkast ljóss og litar,“ segir Helga. Helga Sif hefur áður unnið innsetningar úr plastfilmu og tré en þá var það umhverfisverk á lifandi tré, sem hún gerði í skógi í Svíþjóð. „Núna er ég að prófa að taka efnið inn og notast við manngerða birtu, eða lljóskastara, og timbur. Ég vildi prófa að taka þetta viðfangsefni eða hráefni lengra en ég reyni stanslaust að ögra sjálfri mér og gera tilraunir með hversu langt ég kemst með þau hráefni sem ég nota. Þetta hráefni er mjög viðkvæmt og ljósnæmt sem er það sem mér finnst mest áhugavert við það. Mér líður stundum eins og ég sé að handleika eitthvað sem geti svo auðveldlega skemmst og orðið ljótt á sama tíma og það getur orðið svo ótrúlega fallegt. Það er togstreitan sem ég vil ná fram. Titillinn er vísun í það að vera í ferli sem lýkur ekki heldur sé áframhaldandi,“ segir Helga um innsetninguna. Sýningin er opnuð í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og stendur hún til 7. febrúar. Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listamaðurinn Helga Sif Guðmundsdóttir opnar í dag sýninguna INFINITE í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin samanstendur af innsetningu og skúlptúrum. Innsetningin er gerð úr plastfilmu og timbri en skúlptúrarnir úr neonlituðum límmiðum. Skúlptúrarnir eru forvitnilegir en þá segir Helga vera á mörkum þess að vera tvívíð verk. „Ég nota sjálft efnið til að framkalla birtu eða endurkast án þess þó að nota nokkuð nema það sjálft. Ég reyni að láta efnið stjórna ferðinni og hef sem minnst áhrif á það að öðru leyti en því að draga fram eðli þess sem í þessu tilfelli er endurkast ljóss og litar,“ segir Helga. Helga Sif hefur áður unnið innsetningar úr plastfilmu og tré en þá var það umhverfisverk á lifandi tré, sem hún gerði í skógi í Svíþjóð. „Núna er ég að prófa að taka efnið inn og notast við manngerða birtu, eða lljóskastara, og timbur. Ég vildi prófa að taka þetta viðfangsefni eða hráefni lengra en ég reyni stanslaust að ögra sjálfri mér og gera tilraunir með hversu langt ég kemst með þau hráefni sem ég nota. Þetta hráefni er mjög viðkvæmt og ljósnæmt sem er það sem mér finnst mest áhugavert við það. Mér líður stundum eins og ég sé að handleika eitthvað sem geti svo auðveldlega skemmst og orðið ljótt á sama tíma og það getur orðið svo ótrúlega fallegt. Það er togstreitan sem ég vil ná fram. Titillinn er vísun í það að vera í ferli sem lýkur ekki heldur sé áframhaldandi,“ segir Helga um innsetninguna. Sýningin er opnuð í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og stendur hún til 7. febrúar.
Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira