Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 21:45 Vísir/AFP Hans Lindberg var vitaskuld svekktur með jafnteflið gegn Argentínu líkt og aðrir leikmenn danska landsliðsins. Vísir hitti á hann eftir blaðamannafund liðsins á Hilton-hótelinu í Doha. Lindberg, sem á ættir að rekja til Íslands, talar fína íslensku þó hann vilji helst ekki kannast við það sjálfur. Hann baðst því undan því að viðtalið færi fram á íslensku og var ákveðið að skipta yfir í þýsku en Lindberg hefur spilað með HSV Hamburg undanfarin átta ár. „Úrslitin voru auðvitað mikil vonbrigði og við erum ekki ánægður með frammistöðuna. En mótið er langt og við getum enn snúið þessu okkur í hag. En svona viljum við ekki spila sem lið og við viljum gera miklu betur,“ sagði Lindberg. „Argentína er lið sem hefur verið í sífelldri þróun og er stöðugt að bæta sig. Argentínumenn geta verið afar óþægilegur andstæðingur og hættulegur ef maður kemst ekki í takt við leikinn, eins og gerðist hjá okkur í gær.“ Hann segir að það hafi ekki mikið breyst síðan að Guðmundur tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbæk á síðasta ári. „Við horfum meira á myndbandsupptökur en áður. Við vissum að Guðmundur notar myndböndin mjög mikið og því kom það ekkert á óvart. Hann er frábær í að undirbúa leikskipulag liðsins en þess fyrir utan hafa nokkur smáatriði bæst við með tilkomu Guðmundar. Varnarleikurinn er aðeins öðruvísi en áður og þess háttar.“ Lindberg á sjálfur ættir að rekja til Íslands en foreldrar hans eru íslenskir. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og telur sig vitaskuld danskan í húð og hár. „Það er kannski einn og hálfur Íslendingur í danska liðinu,“ viðurkennir hann þó. „Við tölum þó ekki saman á íslensku. Foreldrar mínir töluðu þó á íslensku við hann þegar þau hittust í vor.“ „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Guðmund í danska liðið. Ég hafði bara heyrt góða hluti um hann en Niklas Landin þekkir hann vel frá Rhein-Neckar Löwen og hafði ekkert nema gott um hann að segja.“ „Gummi er búinn að sanna sig sem einn besti þjálfari heimsins.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Hans Lindberg var vitaskuld svekktur með jafnteflið gegn Argentínu líkt og aðrir leikmenn danska landsliðsins. Vísir hitti á hann eftir blaðamannafund liðsins á Hilton-hótelinu í Doha. Lindberg, sem á ættir að rekja til Íslands, talar fína íslensku þó hann vilji helst ekki kannast við það sjálfur. Hann baðst því undan því að viðtalið færi fram á íslensku og var ákveðið að skipta yfir í þýsku en Lindberg hefur spilað með HSV Hamburg undanfarin átta ár. „Úrslitin voru auðvitað mikil vonbrigði og við erum ekki ánægður með frammistöðuna. En mótið er langt og við getum enn snúið þessu okkur í hag. En svona viljum við ekki spila sem lið og við viljum gera miklu betur,“ sagði Lindberg. „Argentína er lið sem hefur verið í sífelldri þróun og er stöðugt að bæta sig. Argentínumenn geta verið afar óþægilegur andstæðingur og hættulegur ef maður kemst ekki í takt við leikinn, eins og gerðist hjá okkur í gær.“ Hann segir að það hafi ekki mikið breyst síðan að Guðmundur tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbæk á síðasta ári. „Við horfum meira á myndbandsupptökur en áður. Við vissum að Guðmundur notar myndböndin mjög mikið og því kom það ekkert á óvart. Hann er frábær í að undirbúa leikskipulag liðsins en þess fyrir utan hafa nokkur smáatriði bæst við með tilkomu Guðmundar. Varnarleikurinn er aðeins öðruvísi en áður og þess háttar.“ Lindberg á sjálfur ættir að rekja til Íslands en foreldrar hans eru íslenskir. Hann hefur þó búið alla tíð í Danmörku og telur sig vitaskuld danskan í húð og hár. „Það er kannski einn og hálfur Íslendingur í danska liðinu,“ viðurkennir hann þó. „Við tölum þó ekki saman á íslensku. Foreldrar mínir töluðu þó á íslensku við hann þegar þau hittust í vor.“ „Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Guðmund í danska liðið. Ég hafði bara heyrt góða hluti um hann en Niklas Landin þekkir hann vel frá Rhein-Neckar Löwen og hafði ekkert nema gott um hann að segja.“ „Gummi er búinn að sanna sig sem einn besti þjálfari heimsins.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45
Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00