Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 17:53 Steffen Weinhold reynir að brjótast í gegnum vörn Rússa. vísir/getty Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum. HM 2015 í Katar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum.
HM 2015 í Katar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni