Aron: Hafði aldrei áhyggjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 18:17 Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Það var allt annað að sjá til Arons Pálmarssonar eins og svo margra annarra leikmanna Íslands gegn Alsír í kvöld en Ísland vann þá sín fyrstu stig á HM í handbolta. Aron var valinn maður leiksins en hann var lykilmaður í að byggja upp forystu Íslands í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigri okkar manna. Fæðingin var þó erfið þar sem að Alsír komst í 6-0 forystu í upphafi leiks og voru Íslendingar að elta lengst af í fyrri hálfleiknum. „Við fórum að nýta færin, í raun. Þetta var þolinmæðisverk og ég trúði því varla þegar staðan var orðin 6-0 fyrir þá því við vorum alltaf að spila okkur í gegn og koma okkur í færi,“ sagði Aron en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ótrúlega nokk hafði ég þó engar áhyggjur, þó það kunni að hljóma hrokafullt. Okkur leið vel inni á vellinum og vorum að spila fína sókn. Vörnin gekk svo vel á köflum.“ Hann segir að strákarnir hafi verið búnir að skilja við Svíaleikinn og ekki að láta hann trufla einbeitinguna í kvöld. „Við vissum hvað myndi mæta okkur í kvöld, þessi 3-2-1 vörn og mér fannst við leysa það vel. Við vorum kannski ekki einbeittir í byrjun og ég hefði viljað vinna stærri sigur. Þetta snýst um stigin og við tökum þeim fagnandi.“ „Við vorum búnir að horfa á Alsíringa á myndbandi og vissum að þeir myndu aldrei hætta að leggja sig fram. Við töluðum um það í hálfleik að við mættum ekkert gefa eftir enda voru þeir í baráttu allan leikinn og erfitt að spila á móti þeim.“ „Hins vegar þegar við erum að gera þetta á fullu þá eru gæðin öll okkar megin.“ Alexander Petersson hafði orð á því fyrir leikinn að það hafi vantað upp á tímasetningar á milli hans og Arons og að hlúa betur að samvinnu þeirra í sóknarleiknum á allan hátt. „Þetta gekk miklu betur í dag. Við töluðum um þetta og fundum lausnir enda gekk það mun betur í dag. Við fengum fullt af mörkum eftir hjálp frá hvorum öðrum.“ „Svo er það bara þannig að þegar maður tekur allar aðgerðir af 120 prósenta krafti þá gengur þetta bara betur hjá manni. Það eru það mikil gæði í liðinu. Við þurfum að einblína á það núna.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01
Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03