Í C-riðli unnu Svíar stórsigur á Tékklandi, 21-36, og Frakkar báru sigurorð af Egyptalandi, 24-28.
Líkt og gegn Íslandi spiluðu Svíar öflugan varnarleik gegn Tékkum og fyrir aftan vörnina var Matthias Andersson í góðum gír.
Staðan í hálfleik var 10-19, Svíum í vil og það bil náðu Tékkar, sem léku án Filips Jicha, síns besta manns, ekki að brúa. Svíþjóð vann að lokum 15 marka sigur, 21-36.
Kim Andersson átti frábæran leik í sænska liðinu, skoraði 10 mörk úr jafnmörgum skotum og gaf auk þess nokkrar stoðsendingar. Hornamaðurinn Fredrik Petersen kom næstur með sex mörk og skyttan unga, Viktor Östlund, skoraði fimm.
Tomas Babak og Jan Sobol skoruðu fimm mörk hvor fyrir Tékka sem hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa.
Frakkar eru með fullt hús stiga eftir fjögurra marka sigur á Egyptalandi, 24-28. Egyptar voru yfir framan af fyrri hálfleik en Evrópumeistararnir áttu góðan endasprett og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 11-14.
Frakkar höfðu 2-5 marka forystu allan seinni hálfleikinn og unnu að lokum 24-28.
Nikola Karabatic skoraði sex mörk fyrir Frakkland en William Accambray kom næstur með fimm mörk.
Mohamed Amer skoraði mest fyrir Egyptaland, eða fimm mörk.

Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Dana miklir, en staðan í hálfleik var 6-20.
Tólf leikmenn Dana komust á blað í leiknum, en Henrik Toft Hansen var þeirra markahæstur með átta mörk. Casper Mortensen kom næstur með fimm mörk.
Mojtaba Alsalem var markahæstur í liði Sádí-Arabíu með fimm mörk.