Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 19:52 Frakkar byrja vel á HM. vísir/afp Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. Í C-riðli unnu Svíar stórsigur á Tékklandi, 21-36, og Frakkar báru sigurorð af Egyptalandi, 24-28. Líkt og gegn Íslandi spiluðu Svíar öflugan varnarleik gegn Tékkum og fyrir aftan vörnina var Matthias Andersson í góðum gír. Staðan í hálfleik var 10-19, Svíum í vil og það bil náðu Tékkar, sem léku án Filips Jicha, síns besta manns, ekki að brúa. Svíþjóð vann að lokum 15 marka sigur, 21-36. Kim Andersson átti frábæran leik í sænska liðinu, skoraði 10 mörk úr jafnmörgum skotum og gaf auk þess nokkrar stoðsendingar. Hornamaðurinn Fredrik Petersen kom næstur með sex mörk og skyttan unga, Viktor Östlund, skoraði fimm. Tomas Babak og Jan Sobol skoruðu fimm mörk hvor fyrir Tékka sem hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa. Frakkar eru með fullt hús stiga eftir fjögurra marka sigur á Egyptalandi, 24-28. Egyptar voru yfir framan af fyrri hálfleik en Evrópumeistararnir áttu góðan endasprett og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 11-14. Frakkar höfðu 2-5 marka forystu allan seinni hálfleikinn og unnu að lokum 24-28. Nikola Karabatic skoraði sex mörk fyrir Frakkland en William Accambray kom næstur með fimm mörk. Mohamed Amer skoraði mest fyrir Egyptaland, eða fimm mörk.Guðmundur og félagar eru komnir með þrjú stig í D-riðli.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu hristu af sér vonbrigðin eftir jafnteflið gegn Argentínu og unnu 20 marka sigur á Sádí-Arabíu, 18-38. Danir eru nú með þrjú stig í D-riðli, en þeir mæta Þýskalandi í næsta leik sínum á þriðjudaginn. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Dana miklir, en staðan í hálfleik var 6-20. Tólf leikmenn Dana komust á blað í leiknum, en Henrik Toft Hansen var þeirra markahæstur með átta mörk. Casper Mortensen kom næstur með fimm mörk. Mojtaba Alsalem var markahæstur í liði Sádí-Arabíu með fimm mörk. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur fékk bara eina æfingu Mótshaldarar báðu öll lið um að mæta á opnunarhátíðina. 16. janúar 2015 16:30 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Markvörður Svía fékk í magann Óvíst er með þátttöku markvarðarins Johans Sjöstrand í leik Svíþjóðar og Tékklands á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2015 11:45 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. Í C-riðli unnu Svíar stórsigur á Tékklandi, 21-36, og Frakkar báru sigurorð af Egyptalandi, 24-28. Líkt og gegn Íslandi spiluðu Svíar öflugan varnarleik gegn Tékkum og fyrir aftan vörnina var Matthias Andersson í góðum gír. Staðan í hálfleik var 10-19, Svíum í vil og það bil náðu Tékkar, sem léku án Filips Jicha, síns besta manns, ekki að brúa. Svíþjóð vann að lokum 15 marka sigur, 21-36. Kim Andersson átti frábæran leik í sænska liðinu, skoraði 10 mörk úr jafnmörgum skotum og gaf auk þess nokkrar stoðsendingar. Hornamaðurinn Fredrik Petersen kom næstur með sex mörk og skyttan unga, Viktor Östlund, skoraði fimm. Tomas Babak og Jan Sobol skoruðu fimm mörk hvor fyrir Tékka sem hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa. Frakkar eru með fullt hús stiga eftir fjögurra marka sigur á Egyptalandi, 24-28. Egyptar voru yfir framan af fyrri hálfleik en Evrópumeistararnir áttu góðan endasprett og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 11-14. Frakkar höfðu 2-5 marka forystu allan seinni hálfleikinn og unnu að lokum 24-28. Nikola Karabatic skoraði sex mörk fyrir Frakkland en William Accambray kom næstur með fimm mörk. Mohamed Amer skoraði mest fyrir Egyptaland, eða fimm mörk.Guðmundur og félagar eru komnir með þrjú stig í D-riðli.vísir/gettyGuðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu hristu af sér vonbrigðin eftir jafnteflið gegn Argentínu og unnu 20 marka sigur á Sádí-Arabíu, 18-38. Danir eru nú með þrjú stig í D-riðli, en þeir mæta Þýskalandi í næsta leik sínum á þriðjudaginn. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Dana miklir, en staðan í hálfleik var 6-20. Tólf leikmenn Dana komust á blað í leiknum, en Henrik Toft Hansen var þeirra markahæstur með átta mörk. Casper Mortensen kom næstur með fimm mörk. Mojtaba Alsalem var markahæstur í liði Sádí-Arabíu með fimm mörk.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur fékk bara eina æfingu Mótshaldarar báðu öll lið um að mæta á opnunarhátíðina. 16. janúar 2015 16:30 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Markvörður Svía fékk í magann Óvíst er með þátttöku markvarðarins Johans Sjöstrand í leik Svíþjóðar og Tékklands á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2015 11:45 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur fékk bara eina æfingu Mótshaldarar báðu öll lið um að mæta á opnunarhátíðina. 16. janúar 2015 16:30
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45
Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30
Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45
Markvörður Svía fékk í magann Óvíst er með þátttöku markvarðarins Johans Sjöstrand í leik Svíþjóðar og Tékklands á HM í handbolta í kvöld. 18. janúar 2015 11:45