Gunnar Magg: Frakkar með frábært lið en alls ekki ósigrandi Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 20:15 Gunnar Magnússon og Aron Kristjánsson. Vísir/Eva Björk Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari landsliðsins gegnir þýðingarmiklu hlutverki í liðinu. Hann situr lengi fram eftir nóttu við að klippa myndir úr leikjum. Hann býr yfir mikilli þekkingu á næsta mótherja. En hversu góðir eru Frakkar? „Þeir eru með frábært lið en alls ekki ósigrandi. Þeir bæta sig með hverjum leik í keppninni og að mæta þeim svona snemma í keppninni gefur okkur bara aukna möguleika. Daniel Narcisse er væntanlega ennþá meiddur og það veikir þá aðeins. Miðað við síðustu ár eru þeir ekki jafn sterkir og á síðustu mótum að minnsta kosti enn sem komið er," segir Gunnar Magnússon í viðtali við Arnar Björnsson. Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum í sextán liða úrslitum á HM á Spáni í hörkuleik sem Frakkar unnu 30-28. Gunnar segir að Frakkar séu ekki jafn sterkir í dag. „En þeir bæta sig yfirleitt þegar líður á keppnina og eru bestir síðustu helgina þegar þeir eru að klára mótin. Leikur okkar við þá á HM fyrir tveimur árum gat endað á hvorn veginn sem var. Við unnum þá á Ólympíuleikunum í London og einnig árið 2007 í Magdeburg þannig að við höfum unnið þá áður á stórmóti og þeir eru alls ekki ósigrandi," segir Gunnar. Hvar eru veikleikar þeirra? „Það mæðir mikið á Karabatic í sókninni og hann er sá sem dregur vagninn, sérstaklega þegar á móti blæs. Ef við náum að halda okkar aga í sóknarleiknum og Omeyer lokar ekki markinu og náum að koma okkur í vörnina þá eigum við góðan möguleika," sagði Gunnar en það er hægt að horfa á allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Sjá meira
Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari landsliðsins gegnir þýðingarmiklu hlutverki í liðinu. Hann situr lengi fram eftir nóttu við að klippa myndir úr leikjum. Hann býr yfir mikilli þekkingu á næsta mótherja. En hversu góðir eru Frakkar? „Þeir eru með frábært lið en alls ekki ósigrandi. Þeir bæta sig með hverjum leik í keppninni og að mæta þeim svona snemma í keppninni gefur okkur bara aukna möguleika. Daniel Narcisse er væntanlega ennþá meiddur og það veikir þá aðeins. Miðað við síðustu ár eru þeir ekki jafn sterkir og á síðustu mótum að minnsta kosti enn sem komið er," segir Gunnar Magnússon í viðtali við Arnar Björnsson. Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum í sextán liða úrslitum á HM á Spáni í hörkuleik sem Frakkar unnu 30-28. Gunnar segir að Frakkar séu ekki jafn sterkir í dag. „En þeir bæta sig yfirleitt þegar líður á keppnina og eru bestir síðustu helgina þegar þeir eru að klára mótin. Leikur okkar við þá á HM fyrir tveimur árum gat endað á hvorn veginn sem var. Við unnum þá á Ólympíuleikunum í London og einnig árið 2007 í Magdeburg þannig að við höfum unnið þá áður á stórmóti og þeir eru alls ekki ósigrandi," segir Gunnar. Hvar eru veikleikar þeirra? „Það mæðir mikið á Karabatic í sókninni og hann er sá sem dregur vagninn, sérstaklega þegar á móti blæs. Ef við náum að halda okkar aga í sóknarleiknum og Omeyer lokar ekki markinu og náum að koma okkur í vörnina þá eigum við góðan möguleika," sagði Gunnar en það er hægt að horfa á allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti