Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Arnar Björnsson í Katar skrifar 20. janúar 2015 10:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Eva Björk Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. „Við gátum andað aðeins léttar eftir leikinn. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk gegn Alsír og við komum sterkir til leiks í seinni hálfleik," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson.Það gengur ekki að byrja jafn illa gegn sterkum Frökkum? „Nei heldur betur ekki. Þeir hefðu verið búnir að klára leikinn eftir 10 mínútur ef þetta hefði verið leikur á móti þeim. Við þurfum að vera einbeittari í dauðafærunum gegn þeim. Ég hefði verið miklu stressaðri ef okkur hefði ekki tekist að komast í gegnum þessa vörn hjá Alsír. Við erum með það reynt lið að við látum ekki einhvern markvörð rústa okkur svona jafn illa," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk þegar Íslendingar mættu Frökkum á HM á Spáni fyrir tveimur árum. Þórir Ólafsson, sem ekki var valinn í landsliðið, var markahæstur með 7 mörk. Frakkar unnu 30-28 í hörkuleik í 16 liða úrslitunum en féllu úr leik í 8 liða úrslitum þegar þeir töpuðu með 7 marka mun fyrir Króötum. Í leiknum gegn Íslendingum skoraði Samuel Honrubia 7 mörk, Michaël Giougu skoraði 6 og William Accambray var með 5 en þeir eru allir í franska liðinu í Katar. „Við erum alltaf vel stemmdir á móti Frökkum og spilum yfirleitt vel á móti þeim. Þeir hafa alltaf átt í smá erfiðleikum með okkur og við unnum þá á Ólympíuleikunum 2012. Við ætlum í leikinn til að vinna og nýtum tímann vel til að skipuleggja þann leik. Markmiðið er að ná í 2 stig. Fyrirfram eru þeir taldir sterkastir á þessu móti. En það er klárlega allt hægt og með okkar gæði og að þeir eigi kannski ekki sinn allra besta leik þá getum við alveg náð í 2 stig þar," sagði Aron.Er auðveldara að skora framhjá Omeyer núna en fyrir nokkrum árum? „Ég hef lítið séð til hans undanfarin tvö ár. Hann er maður stóru leikjanna og elskar að spila á þessum mótum og vill spila alla leiki, sérstaklega á stórmótunum. Ég ætla ekkert að fara að vanmeta hann fyrir leikinn á morgun. Ég býst við honum eins góðum og alltaf," sagði Aron en það má sjá allt viðtal Arnars við hann hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti