Keflavík er komið í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir stórsigur á Breiðabliki í kvöld, 87-52.
Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 27-25, en annan leikhlutann unnu heimakonur með átta stigum og eftir það var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda.
Gestirnir skoruðu aðeins fjórtán stig í seinni hálfleik; fimm stig í þriðja leikhluta og níu stig í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 23 stig auk þess sem hún tók níu fráköst, en Carmen Tyson-Thomas skoraði 20 stig og tók tólf fráköst.
Snæfell, Grindavík, Keflavík og Njarðvík leika til undanúrslita í bikarnum þetta árið.
Keflavík-Breiðablik 87-52 (27-25, 21-13, 23-5, 16-9)
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 23/9 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 20/12 fráköst/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Elfa Falsdottir 2.
Breiðablik: Arielle Wideman 13/10 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/6 fráköst/5 varin skot, Berglind Karen Ingvarsdóttir 7/5 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 7, Aníta Rún Árnadóttir 7, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2, Elín Kara Karlsdóttir 2.
Sara Rún stigahæst er Keflavík fór auðveldlega í undanúrslitin
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn





Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
