Hættumat almannavarna skóp hættu á Breiðdalsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 14:39 Frá Breiðdalsvík. Vísir/Valli. Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“ Bárðarbunga Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Flutningur vararafstöðvar frá Austurlandi til Norður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á hamfarahlaupi frá Bárðarbungu varð til þess að hættuástand skapaðist vegna langvarandi rafmagnsleysis í Breiðdal fyrir jól. Þetta má lesa úr bréfaskiptum sveitarstjórnar Breiðdalshrepps og RARIK vegna sólarhrings rafmagnsleysis dagana 15. og 16. desember. Sveitarstjórnin telur að ef vararafstöðin hefði verið aðgengileg fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð. „Það er háalvarlegt mál, þegar atvinnulífið lamast í heilan sólarhring og hitastig í húsum er komið niður fyrir 10 °C. Það felur í sér augljóst hættuástand,“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps í bréfi til stjórnar og forstjóra RARIK. Til að mæta óvæntu straumleysi hefur RARIK staðsett færanlegar rafstöðvar í hverjum landshluta og hefur varastöðin fyrir Austurland verið höfð á Fáskrúðsfirði. Sú stöð var hins vegar færð í haust til Raufarhafnar vegna hættumats um að eldsumbrot í Vatnajökli gætu valdi hlaupi í Jökulsá á Fjöllum, sem myndi rjúfa raflínur. Þegar alvarleg bilun varð svo í spenni í aðveitustöð RARIK við Ormsstaði í Breiðdal fyrir jól hafði RARIK enga færanlega varastöð á Austurlandi. Breiðdælingar máttu því þola rafmagnsleysi meðan ekið væri með annan spenni við slæmar aðstæður frá Reykjavík en það var mat RARIK-manna þá að vegna veðurs og færðar tæki enn lengri tíma að flytja varaspenni frá Akureyri. „Með öllu er óásættanlegt að íbúar þurfi að bíða jafn lengi eftir úrbótum og þá gerðist, eða í tæpan sólarhring. Skilningur er á að óvæntar bilanir geta komið upp og er þar engum um að kenna, en stofnun eins og RARIK hlýtur að vera með viðbragðsáætlun og neyðaráætlun þegar neyðarástand skapast eins og í Breiðdal í tæpan sólarhring,“ segir sveitarstjórnin. „Sveitarstjórn lýsir yfir furðu á að RARIK hafi flutt færanlega rafstöð af Austurlandi í haust, slík færanleg vararafstöð hefði í þessu tilviki tryggt nauðsynlegt varaafl í Breiðdalshreppi, þar sem aðrar leiðir voru ekki færar. Ef vararafstöð hefði verið aðgengileg hér fyrir austan hefðu Breiðdælingar fengið rafmagn allt að 17 tímum fyrr en varð;“ segir sveitarstjórn Breiðdalshrepps.Í svarbréfi RARIK segir meðal annars: „Vegna yfirvofandi eldsumbrota í Vatnajökli var það mat RARIK að mestar líkur á þörf fyrir varavélarnar væri í Norður-Þing, því þangað liggur ein lína og varaafl þar ræður ekki við orkuþörfina. Áætlun okkar var að fyrir veturinn yrði vélin send aftur til Fáskrúðsfjarðar. Vissulega má segja að hugsanlega sé kominn tími til að fara í þann flutning, en fram til þessa hefur það ekki verið talið rétt þar sem hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum hefur ekki verið aflýst.“
Bárðarbunga Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira