„Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og náum ekki að brjóta þeirra vörn upp. Þess vegna töpum við þessum leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir tapið gegn Þýskalandi í dag.
„Vörnin virkaði mjög flott í fyrri hálfleik og Björgvin var flottur í markinu. Mér fannst vörnin líta vel út mest allan leikinn. Það var orðið mjög erfitt sóknarlega og þeir ná að byggja upp sitt forskot í gegnum hraðaupphlaup.
„Það var á brattann að sækja. Þeir færa sig varla frá línunni og við náum ekki að koma með nógu mikið af mörkum að utan til að draga þá út,“ sagði Guðjón Valur.
Ísland reyndi framliggjandi vörn í seinni hálfleik sem Guðjón Valur segir að hafi gengið mjög vel á æfingum.
„Það hefur gengið betur á æfingum en í dag. Það var bara í örfáar mínútur. Um leið og við byrjum á því þá fáum við 2 mínútur og síðan vorum við bara í nokkrar varnir í því. Þeir eru ekki að leysa það neitt svakalega vel. Þeir taka skot sem við viljum að þeir taki. Þetta lítur ágætlega út og við komum til með að prófa þetta áfram og ég hef fulla trú á að við komum til með að ná að spila þessa vörn.
„Það er hundleiðinlegt að tapa og við viljum vinna alla leiki sem við vinnum. Við munum fara yfir það sem miður fór og við ætlum að bæta það.
„Við vildum ekki þessi úrslit en þetta hefur engin áhrif á framhaldið. Þetta breytir ekki okkar vinnu næstu daga,“ sagði Guðjón Valur.
Guðjón Valur: Hefur engin áhrif á framhaldið
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn

Fleiri fréttir
