Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur ákveðið að kalla á gamla kempu fyrir lokaverkefni landsliðsins fyrir HM í Katar.
Dagur ætlar að skoða miðjumanninn Mimi Kraus í komandi leikjum gegn Tékkum. Búið var að afskrifa þann möguleika að hann færi með til Katar.
Martin Strobel spilaði nánast frá upphafi til enda á miðjunni hjá Þjóðverjum í leikjunum gegn Íslandi.
„Breiddin í hópnum skiptir gríðarlegu máli," segir Dagur og verður áhugavert að sjá hvernig hinn skrautlegi og skemmtilegi Kraus kemur inn í liðið.
Dagur kallar á Mimi Kraus

Mest lesið




Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti





Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn
