Grikkir ósáttir við ætlað inngrip Þjóðverja Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 19:00 Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters. Grikkland Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters.
Grikkland Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira