Besti kúluvarpari landsins kominn heim í ÍR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2015 20:15 Óðinn Björn Þorsteinsson. Vísir/Stefán Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson er búinn að skipta yfir í ÍR en þessi besti kúluvarpari Íslendinga undanfarinn áratug hefur keppt fyrir FH. Þetta eru ekki fyrstu stóru félagsskiptin í frjálsum íþróttum í vetur og það er orðið algengara að íslenskt frjálsíþróttafólk skipti um félög. Óðinn hóf frjálsíþróttaferil sinn hjá ÍR og er því að koma aftur heim. Pétur Guðmundsson, Íslandsmethafi í kúluvarpi, mun þjálfa Óðinn hjá ÍR.Fréttatilkynningin frá ÍR-ingum Besti kúluvarpari Íslendinga undanfarinn áratug og Ólympíufari Óðinn Björn Þorsteinsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR. Óðinn Börn hóf feril sinn hjá ÍR aðeins 11 ára gamall með þátttöku í Breiðholtshlaupunum sem ÍR ingar stóðu fyrir í hverfinu á árunum 1992-1994. Hann snéri sér nokkrum árum síðar á kastgreinum með mjög góðum árangri og setti sín fyrstu met í kringlukasti 17 og 18 ára gamall sem ÍR-ingur undir stjórn Þráins Hafsteinssonar yfirþjálfara ÍR-inga. Óðinn á best 20.22m i kúluvarpi innanhúss og 60.29m í kringlukasti og hefur frá árinu 2000 keppt fyrir FH og síðasta árið fyrir Ármann. Hjá ÍR gengur Óðinn til liðs við sterkt lið og mjög öflugan hóp kúluvarpara og kringlukastara sem Pétur Guðmundsson Íslandsmethafi í kúluvarpi stjórnar og þjálfar. Óðinn á án ef eftir að fá mörg góð ráð úr smiðju Péturs sem var fyrsti Íslendingurinn sem náði góðum tökum á snúningsstílnum í kúluvarpi sem Óðinn notar einmitt. Meðal margra efnilegra kastarahópi ÍR sem Pétur fer fyrir eru Sindri Lárusson keppandi á HM unglinga í kúluvarpi fyrir þremur árum sem á best 17,22m með karlakúlunni og hinn 19 ára gamli Guðni Valur Guðnason sem kastaði karlakringlunni 53.25m í haust. Þá gengur Sveinbjörn Jóhannesson 16 ára gamall og einn efnilegasti kúluvarpari landsins einnig til liðs við ÍR frá HSK. Það verður því frábær hópur kastara sem æfir og keppir hjá ÍR undir handleiðslu Péturs með Óðinn í fararbroddi á næstu árum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson er búinn að skipta yfir í ÍR en þessi besti kúluvarpari Íslendinga undanfarinn áratug hefur keppt fyrir FH. Þetta eru ekki fyrstu stóru félagsskiptin í frjálsum íþróttum í vetur og það er orðið algengara að íslenskt frjálsíþróttafólk skipti um félög. Óðinn hóf frjálsíþróttaferil sinn hjá ÍR og er því að koma aftur heim. Pétur Guðmundsson, Íslandsmethafi í kúluvarpi, mun þjálfa Óðinn hjá ÍR.Fréttatilkynningin frá ÍR-ingum Besti kúluvarpari Íslendinga undanfarinn áratug og Ólympíufari Óðinn Björn Þorsteinsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR. Óðinn Börn hóf feril sinn hjá ÍR aðeins 11 ára gamall með þátttöku í Breiðholtshlaupunum sem ÍR ingar stóðu fyrir í hverfinu á árunum 1992-1994. Hann snéri sér nokkrum árum síðar á kastgreinum með mjög góðum árangri og setti sín fyrstu met í kringlukasti 17 og 18 ára gamall sem ÍR-ingur undir stjórn Þráins Hafsteinssonar yfirþjálfara ÍR-inga. Óðinn á best 20.22m i kúluvarpi innanhúss og 60.29m í kringlukasti og hefur frá árinu 2000 keppt fyrir FH og síðasta árið fyrir Ármann. Hjá ÍR gengur Óðinn til liðs við sterkt lið og mjög öflugan hóp kúluvarpara og kringlukastara sem Pétur Guðmundsson Íslandsmethafi í kúluvarpi stjórnar og þjálfar. Óðinn á án ef eftir að fá mörg góð ráð úr smiðju Péturs sem var fyrsti Íslendingurinn sem náði góðum tökum á snúningsstílnum í kúluvarpi sem Óðinn notar einmitt. Meðal margra efnilegra kastarahópi ÍR sem Pétur fer fyrir eru Sindri Lárusson keppandi á HM unglinga í kúluvarpi fyrir þremur árum sem á best 17,22m með karlakúlunni og hinn 19 ára gamli Guðni Valur Guðnason sem kastaði karlakringlunni 53.25m í haust. Þá gengur Sveinbjörn Jóhannesson 16 ára gamall og einn efnilegasti kúluvarpari landsins einnig til liðs við ÍR frá HSK. Það verður því frábær hópur kastara sem æfir og keppir hjá ÍR undir handleiðslu Péturs með Óðinn í fararbroddi á næstu árum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira