Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar.
„Mér líður mjög vel. Það er þvílíkur dagamunur á mér og þetta gengur rosalega vel. Það lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM," sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska liðsins í dag.
„Ég var á fullu með í dag en auðvitað er það meðviðtað að það má ekki fara mikið í andlitið á mér. Ég vil samt alveg fara í "kontakt" en ég þarf samt að vera pínu "passívur" útaf saumunum og öllu því," sagði Aron.
„Ég er samt bara með á fullu og finn ekkert fyrir hausnum eða slíkt kjaftæði," sagði Aron en mun hann spila með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina?
„Það verður bara að koma í ljós. Ég get ekki sagt til um það núna," sagði Aron.
Aron Pálmarsson er einn besti handboltamaður í heimi og það eru því frábærar fréttir að hann verði með á HM í Katar.
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn