Lögreglukona lést og annar maður særðist eftir að maður hóf skothríð suður af París í morgun.
Í frétt Sky segir að árásin hafi átt sér stað nærri Porte de Chatillon, suður af París, í morgun. Árásarmaðurinn notaðist við sjálfvirka byssu, MP5.
Lögregla var kölluð á vettvang vegna áreksturs í morgun þegar maðurinn hóf skothríð og skaut lögreglukonuna í bakið. Að sögn er sá sem særðist í árásinni starfsmaður sá vegum sveitarfélagsins.
Sky segir að 53 ára karlmaður hafi verið handtekinn vegna málsins og er árásin ekki talin tengjast hryðjuverkunum á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo.
Sjá einnig Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir.
Lögreglumaður lést eftir skotárás suður af París

Tengdar fréttir

Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir
Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa gert árásina á skopblaðið Charlie Hebdo.

Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd
Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun.

Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París
Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París.

Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir
Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð.

Þúsundir samankomir á Lýðveldistorginu
„Je suis Charlie“

Sverrir óttast ekki umræðu í tengslum við Islam
Formaður Félags múslima á Íslandi fordæmir morð "sem framin eru af geðsjúklingum í nafni Islam“.