Hefur enga trú á lærisveinum Dags á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 21:45 Dagur Sigurðsson vill án efa þagga niður í Daniel Stephan. vísir/getty Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan. HM 2015 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira