Er Sjálfstæðisflokknum treystandi? Bolli Héðinsson skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Eftir síðustu alþingiskosningar lýsti innmúraður og innvígður sjálfstæðismaður því yfir í blaðagrein að Sjálfstæðisflokknum mætti treysta, að flokkurinn stæði við orð sín. Með þessu freistaði hann þess að mana forystu Sjálfstæðisflokksins til að standa við skilyrðislaust loforð um þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB, á fyrri hluta kjörtímabilsins, en það loforð var forsenda margra kjósenda fyrir því að ljá Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt.Nei, honum er ekki treystandi Nú er það endanlega orðið ljóst að af þjóðaratkvæðinu verður ekki. Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi til að standa við loforðin sem forystan gaf þegar reynt var að friða ESB-sinna innan flokksins í aðdraganda kosninga. Framsóknarflokkurinn hefur nú endanlega blásið af kosningar um áframhald viðræðna við ESB án þess að sjálfstæðismenn hafi hreyft legg né lið og látið það yfir sig ganga andmælalaust. Svo voru einhverjir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn út á slagorðið „engar nefndir, bara efndir“ en það gilti bara fyrir útgerðarmenn, ekki almenning.Já, honum er treystandi Í borgarstjórnarkosningum framundan hefur oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík freistað þess að marka flokknum sérstöðu með því að lýsa því yfir að tími samræðustjórnmála sé liðinn. Nú skuli fara í hart og í engu leitast við að ná samstöðu um stór mál sem smá heldur muni allir hér eftir fá að vita hvar Davíð keypti ölið. Þetta er all sérstæð yfirlýsing þar sem flestir töldu að gömlu aðferðirnar við stjórn lands og borgar, þar sem „freki kallinn“ (sem Jón Gnarr hefur lýst svo ágætlega) réði för, hefðu gengið sér til húðar. Almennt var talið að meðal þess sem við hefðum átt að læra af hruninu væri að einstefnustjórnmál „freka karlsins“ hefðu átt sinn hlut í að leiða okkur fram af bjargbrúninni og nær væri að stjórnmálamenn töluðu saman og freistuðu þess að ná breiðri samstöðu um sem flest mál. Nú ætla sjálfstæðismenn að taka upp gömlu gildin. Reykjavíkurborg verður enn á ný vettvangur fyrir litla „freka kalla“ sem ætla sér að komast til æðri metorða innan „Flokksins“. Hagsmunir borgarbúa skipta litlu þegar slíkur frami er annars vegar og tilgangurinn helgar meðalið.Flokkur svefngengla? Deilt er um hver íslensku stjórnmálaflokkanna eigi stærstan hóp „svefngengla vanans“, þ.e. þeirra sem kjósa „flokkinn sinn“ af gömlum vana í þeirri trú að þannig séu þeir í raun ópólitískir. Þetta hefur enginn orðað betur en Haukur pressari, einn þeirra karaktera sem settu svip á Reykjavík á síðustu öld og orðaði það svo: „Ég algjörlega ópólitískur en kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eftir síðustu alþingiskosningar lýsti innmúraður og innvígður sjálfstæðismaður því yfir í blaðagrein að Sjálfstæðisflokknum mætti treysta, að flokkurinn stæði við orð sín. Með þessu freistaði hann þess að mana forystu Sjálfstæðisflokksins til að standa við skilyrðislaust loforð um þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB, á fyrri hluta kjörtímabilsins, en það loforð var forsenda margra kjósenda fyrir því að ljá Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt.Nei, honum er ekki treystandi Nú er það endanlega orðið ljóst að af þjóðaratkvæðinu verður ekki. Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi til að standa við loforðin sem forystan gaf þegar reynt var að friða ESB-sinna innan flokksins í aðdraganda kosninga. Framsóknarflokkurinn hefur nú endanlega blásið af kosningar um áframhald viðræðna við ESB án þess að sjálfstæðismenn hafi hreyft legg né lið og látið það yfir sig ganga andmælalaust. Svo voru einhverjir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn út á slagorðið „engar nefndir, bara efndir“ en það gilti bara fyrir útgerðarmenn, ekki almenning.Já, honum er treystandi Í borgarstjórnarkosningum framundan hefur oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík freistað þess að marka flokknum sérstöðu með því að lýsa því yfir að tími samræðustjórnmála sé liðinn. Nú skuli fara í hart og í engu leitast við að ná samstöðu um stór mál sem smá heldur muni allir hér eftir fá að vita hvar Davíð keypti ölið. Þetta er all sérstæð yfirlýsing þar sem flestir töldu að gömlu aðferðirnar við stjórn lands og borgar, þar sem „freki kallinn“ (sem Jón Gnarr hefur lýst svo ágætlega) réði för, hefðu gengið sér til húðar. Almennt var talið að meðal þess sem við hefðum átt að læra af hruninu væri að einstefnustjórnmál „freka karlsins“ hefðu átt sinn hlut í að leiða okkur fram af bjargbrúninni og nær væri að stjórnmálamenn töluðu saman og freistuðu þess að ná breiðri samstöðu um sem flest mál. Nú ætla sjálfstæðismenn að taka upp gömlu gildin. Reykjavíkurborg verður enn á ný vettvangur fyrir litla „freka kalla“ sem ætla sér að komast til æðri metorða innan „Flokksins“. Hagsmunir borgarbúa skipta litlu þegar slíkur frami er annars vegar og tilgangurinn helgar meðalið.Flokkur svefngengla? Deilt er um hver íslensku stjórnmálaflokkanna eigi stærstan hóp „svefngengla vanans“, þ.e. þeirra sem kjósa „flokkinn sinn“ af gömlum vana í þeirri trú að þannig séu þeir í raun ópólitískir. Þetta hefur enginn orðað betur en Haukur pressari, einn þeirra karaktera sem settu svip á Reykjavík á síðustu öld og orðaði það svo: „Ég algjörlega ópólitískur en kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn.“
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar