Græn höfuðborg Skúli Helgason skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki. Ég leiddi á sínum tíma stefnumörkun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins í góðu samstarfi við fulltrúa allra þingflokka. Stefnan fól í sér tillögur um fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi, fræðslu á öllum skólastigum, hagræna hvata til að efla umhverfisstjórnun og orkuskipti, áherslu á vistvæn innkaup o.fl. Ríki heims hafa litið til græna hagkerfisins til að vega á móti skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum og undirstrika mikilvægi sjálfbærrar þróunar þar sem breytni okkar í dag er sett í siðferðilegt samhengi við hag komandi kynslóða. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með grænum áherslum í atvinnustefnu og nýju aðalskipulagi. Þá má nefna Græn skref, umhverfisstjórnunarkerfi sem þróað var í samstarfi við Harvard háskóla og gengur út á að efla vistvænan rekstur og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið hefur staðið í rúm 3 ár og taka nú þátt 95 vinnustaðir borgarinnar. Ný ríkisstjórn ákvað að fella úr gildi ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar til græna hagkerfisins þvert á eigin yfirlýsingar um mikilvægi fjárfestinga. Nú er því þörf á nýrri forystu fyrir græna hagkerfið og þar er Reykjavíkurborg kjörin. Borgin á t.d. að taka forystu fyrir vernd gegn mengun hafsvæða og hafnarsvæða í samvinnu við háskóla, sérfræðinga og frumkvöðla í atvinnulífinu í grænni tækni. Gríðarlegir hagsmunir liggja í því fyrir Ísland að aukin skipaumferð á norðurslóðum leiði ekki af sér stóraukna mengun og hættu á umhverfisslysum á fiskimiðum, einni helstu auðlind þjóðarinnar. Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík beiti sér sem höfuðborg græna hagkerfisins í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög, félagasamtök og almenning og haldi grænum áherslum hátt á lofti við kynningu á borginni á erlendum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki. Ég leiddi á sínum tíma stefnumörkun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins í góðu samstarfi við fulltrúa allra þingflokka. Stefnan fól í sér tillögur um fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi, fræðslu á öllum skólastigum, hagræna hvata til að efla umhverfisstjórnun og orkuskipti, áherslu á vistvæn innkaup o.fl. Ríki heims hafa litið til græna hagkerfisins til að vega á móti skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum og undirstrika mikilvægi sjálfbærrar þróunar þar sem breytni okkar í dag er sett í siðferðilegt samhengi við hag komandi kynslóða. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með grænum áherslum í atvinnustefnu og nýju aðalskipulagi. Þá má nefna Græn skref, umhverfisstjórnunarkerfi sem þróað var í samstarfi við Harvard háskóla og gengur út á að efla vistvænan rekstur og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið hefur staðið í rúm 3 ár og taka nú þátt 95 vinnustaðir borgarinnar. Ný ríkisstjórn ákvað að fella úr gildi ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar til græna hagkerfisins þvert á eigin yfirlýsingar um mikilvægi fjárfestinga. Nú er því þörf á nýrri forystu fyrir græna hagkerfið og þar er Reykjavíkurborg kjörin. Borgin á t.d. að taka forystu fyrir vernd gegn mengun hafsvæða og hafnarsvæða í samvinnu við háskóla, sérfræðinga og frumkvöðla í atvinnulífinu í grænni tækni. Gríðarlegir hagsmunir liggja í því fyrir Ísland að aukin skipaumferð á norðurslóðum leiði ekki af sér stóraukna mengun og hættu á umhverfisslysum á fiskimiðum, einni helstu auðlind þjóðarinnar. Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík beiti sér sem höfuðborg græna hagkerfisins í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög, félagasamtök og almenning og haldi grænum áherslum hátt á lofti við kynningu á borginni á erlendum vettvangi.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun