Leika Míó og JúmJúm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2014 10:30 Þeir Theodór og Ágúst Beinteinn kynntust fyrst í leikritinu Óvitunum. Nú munu þeir leika bestu vini í útvarpinu. Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“ Krakkar Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“
Krakkar Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“