Íslensk fatalína á Asos marketplace Marín Manda skrifar 7. janúar 2014 09:30 Heba Björg hönnuður Absence of Colour. „Það var algjört ævintýri að vera úti á Indlandi og ég er búin að kynnast svo mörgu fólki. Maður lærir heilmikið þegar maður er sjálfur inni á verksmiðjugólfinu. Ég er að sjálfsögðu búin að ganga á marga veggi en það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva því hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér,“ segir Heba Björg sem nú hefur hannað fatalínuna Absence of Colour. Heba Björg hefur komið víða við í bransanum og segir þetta hafa verið eðlilegt skref á tískubrautinni. „Ég er búin að vinna í þessum bransa síðan ég var 17 ára og hef unnið að öllum þessum skrefum, frá því að búa til vöru og selja hana. Ég hef mikið verið bakvið tjöldin en mig hefur lengi langað að láta verða af þessu. Svo er að sjálfsögðu æðislegt að vera komin með þessa þekkingu á framleiðsluferlinu.“Absence of Colour fatalínan er í svörtu og hvítu.Heba Björg bjó á Indlandi í rúmlega ár og þótti kærkomið að eyða tíma í að kynnast rétta fólkinu til að skapa sér ákveðið tengslanet. „Ég var búin að fara í gegnum nokkrar verksmiðjur þangað til þetta small saman og í leiðinni hef ég verið að hjálpa öðrum íslenskum hönnuðum við framleiðslu á sínum vörum. „Það er mikil gróska í íslenskri fatahönnun en fáir eru framleiðslufærir. Kosturinn við Indland er að þar er hægt að framleiða í miklu minna magni en gengur og gerist, meðal annars í Kína.“ Í fatalínunni Absence of Colour, eða Fjarveru litar, eru einungis svartar og hvítar flíkur eins og nafnið gefur til kynna. Sjálf segist hún klæðast svörtu daglega og fannst því hugtakið heillandi. Fatalínan er nú fáanleg í versluninni Morrow Rvk í Kringlunni. Einnig hefur hún verið kynnt á Asos Marketplace á asos.com, þar sem sjálfstæð merki fá tækifæri til að selja hönnun sína. Heba Björg hyggst flytja til London á nýju ári og stefnir á að halda áfram að vaxa og dafna en hún hefur augastað á hugsanlegum sölustöðum. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Það var algjört ævintýri að vera úti á Indlandi og ég er búin að kynnast svo mörgu fólki. Maður lærir heilmikið þegar maður er sjálfur inni á verksmiðjugólfinu. Ég er að sjálfsögðu búin að ganga á marga veggi en það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva því hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér,“ segir Heba Björg sem nú hefur hannað fatalínuna Absence of Colour. Heba Björg hefur komið víða við í bransanum og segir þetta hafa verið eðlilegt skref á tískubrautinni. „Ég er búin að vinna í þessum bransa síðan ég var 17 ára og hef unnið að öllum þessum skrefum, frá því að búa til vöru og selja hana. Ég hef mikið verið bakvið tjöldin en mig hefur lengi langað að láta verða af þessu. Svo er að sjálfsögðu æðislegt að vera komin með þessa þekkingu á framleiðsluferlinu.“Absence of Colour fatalínan er í svörtu og hvítu.Heba Björg bjó á Indlandi í rúmlega ár og þótti kærkomið að eyða tíma í að kynnast rétta fólkinu til að skapa sér ákveðið tengslanet. „Ég var búin að fara í gegnum nokkrar verksmiðjur þangað til þetta small saman og í leiðinni hef ég verið að hjálpa öðrum íslenskum hönnuðum við framleiðslu á sínum vörum. „Það er mikil gróska í íslenskri fatahönnun en fáir eru framleiðslufærir. Kosturinn við Indland er að þar er hægt að framleiða í miklu minna magni en gengur og gerist, meðal annars í Kína.“ Í fatalínunni Absence of Colour, eða Fjarveru litar, eru einungis svartar og hvítar flíkur eins og nafnið gefur til kynna. Sjálf segist hún klæðast svörtu daglega og fannst því hugtakið heillandi. Fatalínan er nú fáanleg í versluninni Morrow Rvk í Kringlunni. Einnig hefur hún verið kynnt á Asos Marketplace á asos.com, þar sem sjálfstæð merki fá tækifæri til að selja hönnun sína. Heba Björg hyggst flytja til London á nýju ári og stefnir á að halda áfram að vaxa og dafna en hún hefur augastað á hugsanlegum sölustöðum.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira