Heiður að sýna í Kunsthalle Kempten Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2014 15:45 Í Kempten Plakötin voru á auglýsingasúlum um alla borg. „Það er vissulega mikill heiður að fá að sýna í Kunsthalle Kempten. Mikilvægur partur sýningarinnar er verkið Color Gradient, plakatverk sem byggir á ljósmynd af sólarlagi. Plakötin voru sýnd á tuttugu og tveimur auglýsingasúlum um alla Kemptenborg,“ segir myndlistarkonan Katrín Agnes Klar, sem opnaði stóra einkasýningu í Kunsthalle Kempten í Suður-Þýskalandi nýlega. Sýningin ber titilinn Democratic Moment og hefur hlotið lof í þýskum fjölmiðlum, til dæmis í Allgäu Zeitung þann 10. desember, það er stærsta blaðið á þessu svæði. Katrín Agnes er stödd í lest á landamærum Serbíu og Króatíu þegar hún svarar símanum. Hún var ráðin aðstoðarkennari við listaakademíuna í München 1. desember síðastliðinn og er á ferðinni með nemendahóp þaðan. Samtímis opnun sýningarinnar kom út vegleg bók með verkum Katrínar Agnesar hjá forlaginu Revolver Publishing í Berlín sem gefur út listaverkabækur. Bókin ber sama nafn og sýningin og það var Arnar Freyr Guðmundsson, grafískur hönnuður, sem gekk frá henni. Í bókinni eru textar eftir listfræðinginn Agnieszka Roguski og myndlistarmennina Aernout Mik, Önnu Jermolaewa og Ragnar Kjartansson.Katrín Agnes kveðst vona að bókin hennar komi til Íslands.„Það var gaman að vinna að bókinni og það er ánægjulegt að hún skuli vera komin út. Ég vona að hún verði fáanleg á Íslandi,“ segir Katrín Agnes, sem segir áhersluna þar vera á nýjustu verkin en einnig séu myndir frá ferlinum. Katrín Agnes er að mestu alin upp í Þýskalandi en talar lýtalausa íslensku enda kveðst hún eiga sterkar rætur á Íslandi í gegn um móður sína, Ingu Ragnarsdóttur myndlistarkonu. „Ég hef lengst dvalið á Íslandi í eitt ár, það var nýlega og þá var ég að vinna í myndlist,“ upplýsir hún. Katrín Agnes útskrifaðist úr akademíunni í München á síðasta ári. Við útskriftina hlaut hún hin svokölluðu Debutanten-verðlaun sem bæverska menntamálaráðuneytið veitir snjöllum upprennandi myndlistarmanni. Þau voru fólgin í að halda einkasýningu í opinberu safni ásamt því að fá styrk til bókaútgáfu. Nú er afraksturinn kominn í ljós. Fyrir tveimur árum var Katrín Agnes valin úr hópi nemenda akademíunnar og vann samkeppni um að gera verk í opinbera bygginu í Berlín sem væntanlega verður vígð formlega næsta vor og þar með listaverkið hennar líka. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er vissulega mikill heiður að fá að sýna í Kunsthalle Kempten. Mikilvægur partur sýningarinnar er verkið Color Gradient, plakatverk sem byggir á ljósmynd af sólarlagi. Plakötin voru sýnd á tuttugu og tveimur auglýsingasúlum um alla Kemptenborg,“ segir myndlistarkonan Katrín Agnes Klar, sem opnaði stóra einkasýningu í Kunsthalle Kempten í Suður-Þýskalandi nýlega. Sýningin ber titilinn Democratic Moment og hefur hlotið lof í þýskum fjölmiðlum, til dæmis í Allgäu Zeitung þann 10. desember, það er stærsta blaðið á þessu svæði. Katrín Agnes er stödd í lest á landamærum Serbíu og Króatíu þegar hún svarar símanum. Hún var ráðin aðstoðarkennari við listaakademíuna í München 1. desember síðastliðinn og er á ferðinni með nemendahóp þaðan. Samtímis opnun sýningarinnar kom út vegleg bók með verkum Katrínar Agnesar hjá forlaginu Revolver Publishing í Berlín sem gefur út listaverkabækur. Bókin ber sama nafn og sýningin og það var Arnar Freyr Guðmundsson, grafískur hönnuður, sem gekk frá henni. Í bókinni eru textar eftir listfræðinginn Agnieszka Roguski og myndlistarmennina Aernout Mik, Önnu Jermolaewa og Ragnar Kjartansson.Katrín Agnes kveðst vona að bókin hennar komi til Íslands.„Það var gaman að vinna að bókinni og það er ánægjulegt að hún skuli vera komin út. Ég vona að hún verði fáanleg á Íslandi,“ segir Katrín Agnes, sem segir áhersluna þar vera á nýjustu verkin en einnig séu myndir frá ferlinum. Katrín Agnes er að mestu alin upp í Þýskalandi en talar lýtalausa íslensku enda kveðst hún eiga sterkar rætur á Íslandi í gegn um móður sína, Ingu Ragnarsdóttur myndlistarkonu. „Ég hef lengst dvalið á Íslandi í eitt ár, það var nýlega og þá var ég að vinna í myndlist,“ upplýsir hún. Katrín Agnes útskrifaðist úr akademíunni í München á síðasta ári. Við útskriftina hlaut hún hin svokölluðu Debutanten-verðlaun sem bæverska menntamálaráðuneytið veitir snjöllum upprennandi myndlistarmanni. Þau voru fólgin í að halda einkasýningu í opinberu safni ásamt því að fá styrk til bókaútgáfu. Nú er afraksturinn kominn í ljós. Fyrir tveimur árum var Katrín Agnes valin úr hópi nemenda akademíunnar og vann samkeppni um að gera verk í opinbera bygginu í Berlín sem væntanlega verður vígð formlega næsta vor og þar með listaverkið hennar líka.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira