Ein besta sinfóníuhljómsveit heims leikur í Hörpu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. desember 2014 15:00 Góðir gestir í Hörpu London Philharmonic Orchestra var stofnuð árið 1932 og er í dag ein fremsta sinfóníuhljómsveit heims.Mynd/Benjamin Ealovega London Philharmonic Orchestra mun koma fram á tvennum tónleikum í Hörpu dagana 18. og 19. desember klukkan 19.30. Á efnisskrá verður Fantasían um Thomas Tallis eftir Vaughan Williams, Sinfónía nr. 1 í g-moll op. 13 eftir Tsjajkovskí og hinn vinsæli píanókonsert nr. 5 í Es-dúr op. 73, einnig nefndur Keisarakonsertinn, eftir Beethoven. Stjórnandi verður Osmo Vänskä sem var um árabil aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Osmo er tónlistarstjóri Minnesota Orchestra en sem gestastjórnandi hefur Osmo stjórnað öllum helstu hljómsveitum í Evrópu og Norður-Ameríku. Einleikari verður norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes sem nýlokið hefur við að hljóðrita alla píanókonserta meistarans. London Philharmonic Orchestra var stofnuð af Sir Thomas Beecham árið 1932 og er í dag ein fremsta sinfóníuhljómsveit heims. Meðal aðalhljómsveitarstjóra LPO frá stofnun eru Sir Adrian Boult, Bernard Haitink, Sir Georg Solti, Klaus Tennstedt og Kurt Masur. Árið 2007 tók Vladimir Jurowsky við stöðu aðalhljómsveitarstjóra og hefur verið það síðan. Andrés Orozco-Estrada mun taka við stöðu aðalgestastjórnanda í september 2015. Frá því að Royal Festival Hall, salur Southbank Centre í London, var byggður árið 1951 hefur London Philharmonic Orchestra haft þar aðalaðsetur og leikur 40 tónleika í salnum á hverju tónleikaári auk þess að koma reglulega fram bæði í Brighton og Eastbourne og fleiri stöðum á Bretlandseyjum. Á hverju ári er LPO í hlutverki óperuhljómsveitar á Glyndebourne Festival, þar sem hún hefur verið fastskipuð í yfir 50 ár. Hljómsveitin ferðast mikið um heiminn og á tónleikaárinu 2014-2015 fer hún víða um Evrópu, Bandaríkin og Kanada, auk Kína. Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
London Philharmonic Orchestra mun koma fram á tvennum tónleikum í Hörpu dagana 18. og 19. desember klukkan 19.30. Á efnisskrá verður Fantasían um Thomas Tallis eftir Vaughan Williams, Sinfónía nr. 1 í g-moll op. 13 eftir Tsjajkovskí og hinn vinsæli píanókonsert nr. 5 í Es-dúr op. 73, einnig nefndur Keisarakonsertinn, eftir Beethoven. Stjórnandi verður Osmo Vänskä sem var um árabil aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Osmo er tónlistarstjóri Minnesota Orchestra en sem gestastjórnandi hefur Osmo stjórnað öllum helstu hljómsveitum í Evrópu og Norður-Ameríku. Einleikari verður norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes sem nýlokið hefur við að hljóðrita alla píanókonserta meistarans. London Philharmonic Orchestra var stofnuð af Sir Thomas Beecham árið 1932 og er í dag ein fremsta sinfóníuhljómsveit heims. Meðal aðalhljómsveitarstjóra LPO frá stofnun eru Sir Adrian Boult, Bernard Haitink, Sir Georg Solti, Klaus Tennstedt og Kurt Masur. Árið 2007 tók Vladimir Jurowsky við stöðu aðalhljómsveitarstjóra og hefur verið það síðan. Andrés Orozco-Estrada mun taka við stöðu aðalgestastjórnanda í september 2015. Frá því að Royal Festival Hall, salur Southbank Centre í London, var byggður árið 1951 hefur London Philharmonic Orchestra haft þar aðalaðsetur og leikur 40 tónleika í salnum á hverju tónleikaári auk þess að koma reglulega fram bæði í Brighton og Eastbourne og fleiri stöðum á Bretlandseyjum. Á hverju ári er LPO í hlutverki óperuhljómsveitar á Glyndebourne Festival, þar sem hún hefur verið fastskipuð í yfir 50 ár. Hljómsveitin ferðast mikið um heiminn og á tónleikaárinu 2014-2015 fer hún víða um Evrópu, Bandaríkin og Kanada, auk Kína.
Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira